Brenndu trukk með nauðsynjavörum

Mótmælendur kasta steinum eftir að flutningabíll með nauðsynjum var brenndur …
Mótmælendur kasta steinum eftir að flutningabíll með nauðsynjum var brenndur á landamærunum. AFP

Kveikt var í flutningabíl, sem hlaðinn var nauðsynjavörum ætluðum íbúum Venesúela, við landamæri Venesúela og Kólumbíu. Þá hafa tveir látið lífið í átökum við landamæri Brasilíu og Kólumbíu. Frá hvoru tveggja er greint á fréttaveitu AFP.

„Fólk reynir að bjarga megninu af því sem var í fyrri bílnum og er að leita að nauðsynjavörum sem einræðisherrann Maduro fyrirskipaði að yrðu brenndar,“ sagði stjórnarandstöðuliðinn Gaby Arellano við blaðamenn.

Venesúelski herinn kom fyrr í veg fyrir að fjórir flutningabíl með mannúðaraðstoð kæmust yfir landamæri Kólumbíu og Venesúela. Þá sleit Maduro diplómatískum tengslum við Kólumbíu vegna stuðning ríkisins við andstæðing hans, Juan Guido, og gaf kólumbískum erindrekum sólarhring til að yfirgefa landið.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert