2.700 vatnslítrar í einn stuttermabol

Föt þurrkuð eftir litun í verksmiðju í Pakistan.
Föt þurrkuð eftir litun í verksmiðju í Pakistan. AFP

Fatafram­leiðsla er ein helsta upp­spretta meng­un­ar í heim­in­um. Ang­ar þessa um­fangs­mikla iðnaðar hafa heilsu­spill­andi áhrif á menn og oft nei­kvæðar af­leiðing­ar á líf­ríkið. Efni er finna má í föt­um sem seld eru í tísku­versl­un­um geta valdið dýr­um skaða og jafn­vel drepið þau. Og hér er ekki verið að tala um loðdýra­feldi.

Tískuiðnaður­inn skap­ar tugþúsund­ir starfa um all­an heim og velt­ir millj­örðum á millj­arða ofan. En frá fram­leiðslunni streyma gróður­húsaloft­teg­und­ir, lík­lega í jafn miklu magni og frá öll­um flug­véla­flota heims. Hér er við vanda að etja sem neyt­end­ur geta haft mik­il áhrif á – bæði til góðs og ills. Meðvit­und um hvaðan efni fata koma, hver saum­ar og hvar þau eru saumuð og hversu oft þau eru notuð er þar lyk­il­atriði. Svo virðist sem hún sé að kvikna, sér­stak­lega hjá yngra fólki, helstu neyt­end­um framtíðar.

Grein­in held­ur áfram fyr­ir neðan færsl­una.

Það kann að koma Íslend­ing­um á óvart, sem eru jafn­an dug­leg­ir við að gefa föt sem þeir eru hætt­ir að nota, að inn­an við 1% allra klæða sem fram­leidd eru í heim­in­um eru end­urunn­in og öðlast fram­halds­líf sem nýj­ar flík­ur. Allt of marg­ir nota auk þess stór­an hluta fata sem þeir kaupa aðeins ör­sjald­an. Svo fara þau ein­fald­lega á haug­ana.

Á síðustu ára­tug­um hafa sprottið upp fjöl­marg­ar versl­un­ar­keðjur á Vest­ur­lönd­um sem selja ódýr­an tískufatnað sem oft og tíðum er fram­leidd­ur í fá­tæk­um lönd­um, fjarri þeim stöðum sem hann er svo seld­ur á. Þetta er gert svo hægt sé að koma hon­um fljótt í fram­leiðslu, eft­ir því hvernig tísku­vind­ar blása, og selja hann svo ódýrt.

Fjöl­miðlar hafa und­an­far­in ár flett ofan af hvað ger­ist á bak við tjöld­in í fram­leiðslu þess­ara fata; þar vinn­ur fólk oft við óboðleg­ar og jafn­vel hættu­leg­ar aðstæður. Fram­boð af fatnaði er gríðarlegt og þessi hluti iðnaðar­ins, sem er stór í flík­um talið, hef­ur orðið til þess að fólk kaup­ir mikið af föt­um og oft og not­ar þau svo sára­sjald­an.

Farið í gegnum föt sem koma til endurvinnslu í Frakklandi.
Farið í gegn­um föt sem koma til end­ur­vinnslu í Frakklandi. AFP

Ein­hver merki eru um að hægt hafi á vexti fram­leiðslu ódýrra tískuflíka, fram­leiðslu sem á ensku er kölluð „fast fashi­on“ og þýða mætti sem „einnota­tísku“. Í það minnsta eru teikn á lofti um að sá markaður sé að breyt­ast þótt hægt þok­ist í átt að sjálf­bærni.

En aft­ur að þeirri staðreynd að aðeins 1% fata sem fram­leidd eru í heim­in­um í dag öðlast fram­halds­líf í formi nýrra flíka. Það gef­ur auga leið að gríðarlegu magni er því hent og oft er það notað í land­fyll­ing­ar.

Bresk­ir þing­menn hafa af þess­um sök­um lagt til að þeir sem fram­leiða og selja föt verði látn­ir greiða 1 penní, um 1,5 krón­ur, fyr­ir hverja flík sem seld er svo fjár­magna megi end­ur­vinnslu og förg­un þar í landi. Í nýrri skýrslu benda þeir á þá staðreynd að vegna „einnota­tísku“ losni gríðarlegt magn gróður­húsaloft­teg­unda. Sú fram­leiðsla sé bæði sér­lega vatns- og loft­meng­andi og valdi auk þess of­notk­un á vatni sem sé vanda­mál í þeim fá­tæku lönd­um þar sem klæðin eru fram­leidd.

Til fram­leiðslu á fatnaði þarf nefni­lega gríðarlegt magn ferskvatns. Í ferl­inu sem og við flutn­ing fata heims­horna á milli verða einnig til eit­ur­efni sem skaðleg eru fyr­ir um­hverfið. Þá fell­ur til mikið magn plasts og eins og all­ir ættu að þekkja hafa síðustu miss­eri fund­ist agn­ir af plasti í mög­um djúp­sjáv­ar­dýra.

Það er því skoðun þing­mann­anna að stjórn­völd ættu að láta fram­leiðend­ur fata borga meira fyr­ir að safna og end­ur­vinna úr­gang sem þeir skapa.

Aðeins um 1% allra klæða sem framleidd eru í heiminum …
Aðeins um 1% allra klæða sem fram­leidd eru í heim­in­um er end­urunnið og fær fram­halds­líf í formi nýrra fata. Hér má sjá stæður af notuðum föt­um í end­ur­vinnslu­stöð í Frakklandi. AFP

Tals­menn nátt­úru­vernd­ar­sam­taka segja þess­ar til­lög­ur þing­mann­anna í raun hóg­vær­ar. Þeir vilja ganga lengra og að höml­ur verði sett­ar á of­neyslu á föt­um. Libby Pea­ke, hjá hugs­miðjunni Green Alli­ance, seg­ir í sam­tali við BBC að fólk á Vest­ur­lönd­um, sem nú hugi í rík­ara mæli að um­hverf­inu og kol­efn­is­fót­spori sínu, gæti haft mik­il áhrif með því að draga úr fata­kaup­um og nota föt­in sem það kaup­ir leng­ur. Þegar fat­anna er ekki leng­ur óskað ætti svo að gefa þau til góðgerðarfé­laga sem koma þeim áfram til nýrra eig­enda.

Fyr­ir­tæki í þess­um iðnaði hafa sum hver vaknað til vit­und­ar, ekki síst þar sem neyt­end­ur eru farn­ir að spyrja þau spurn­inga. Má þar nefna Marks & Spencer á Bret­lands­eyj­um sem ýtt hef­ur úr vör verk­efn­inu „Plan A“. Með því fá viðskipta­vin­ir inn­eign er þeir skila göml­um föt­um frá versl­un­ar­keðjunni. Fleiri versl­an­ir hafa fetað þessa leið. Aðrar fara þá leið að bjóða fatnað úr end­urunn­um efn­um. Þannig hef­ur íþrótta­vöru­fram­leiðand­inn Adi­das, svo dæmi sé tekið, greint frá því að aðeins verði notað end­urunnið pó­lýester í fram­leiðslu á skóm og fatnaði frá og með ár­inu 2024. Fyr­ir­tækið Bottlet­op ætl­ar svo í sam­starfi við lúxusmerkið Mul­berry að fram­leiða hand­tösk­ur sem al­farið eru fram­leidd­ar úr end­urunn­um efn­um.

Saumakona í Kína. Föt eru oft framleidd í ríkjum fjarri …
Sauma­kona í Kína. Föt eru oft fram­leidd í ríkj­um fjarri þeim stöðum sem þau eru svo seld á. AFP

Í skýrslu bresku þing­mann­anna seg­ir að það sé op­in­bert leynd­ar­mál að fram­leiðend­ur tískufata í borg­um á borð við Leicester greiði ekki lág­marks­laun og að föt­in sem þeir fram­leiði séu svo ódýr að neyt­end­ur líti á þau sem einnota. Mary Creagh, formaður þing­manna­nefnd­ar­inn­ar, legg­ur til að reynt verði að út­rýma hinni mest meng­andi fatafram­leiðslu og veita fyr­ir­tækj­um sem hafa sjálf­bærni að leiðarljósi og þeim sem gera við notuð föt íviln­an­ir.

„Það á að kenna börn­um í skól­um að búa til og bæta notuð föt. Við verðum að hjálpa tán­ing­um að bind­ast föt­um sín­um í stað þess að klæðast þeim aðeins nokkr­um sinn­um, taka mynd af sér í þeim og birta á In­sta­gram og henda þeim svo. All­ir neyt­end­ur verða að sætta sig við að þurfa að kaupa færri flík­ur, að laga þær ef þær slitna, leigja þær út eða deila þeim með öðrum.“

Í Bretlandi var reynt að fara þá leið að láta frum­kvæðið koma frá fyr­ir­tækj­un­um sjálf­um og þeim boðið að staðfesta sátt­mála um að draga úr notk­un vatns, minnka úr­gang og kol­efn­is­spor. Aðeins ell­efu tískufatafram­leiðend­ur skrifuðu und­ir svo sú aðgerð mis­heppnaðist. Því er það mat þing­manna­nefnd­ar­inn­ar að stjórn­völd verði að grípa í taum­ana og setja ramma sem hvetji fyr­ir­tæki til að draga úr meng­un og til end­ur­vinnslu á fatnaði.

Fólk þarf að verða meðvitaðra um umhverfisáhrif fataframleiðslu og sætta …
Fólk þarf að verða meðvitaðra um um­hverf­isáhrif fatafram­leiðslu og sætta sig við að kaupa færri flík­ur og nota þær leng­ur. AFP

En þó að staðan sé nokkuð svört og hafi verið nokkuð lengi án þess að al­menn­ing­ur hafi áttað sig á því, þá er ljós að finna í myrkr­inu.

Sophie Gort­on, kenn­ari við Chel­sea-há­skóla og talsmaður sjálf­bærr­ar tísku til margra ára, seg­ir t.d. í grein BBC að margt bendi til þess að breyt­inga sé að vænta. Áður hafi fatafram­leiðend­ur látið sem það kæmi þeim ekki við hvaðan efni til fram­leiðslunn­ar kæmu. En nú sé öld­in önn­ur. „Þeir eru skyndi­lega orðnir áhuga­sam­ir um hvernig sjálf­bær efni eru gerð og vilja virki­lega huga að þessu. Þetta eru spenn­andi tím­ar.“

Stór­ar tísku­keðjur á borð við Zara og H&M hafa síðustu árin tekið mikið pláss á markaðnum með ódýr­an tískufatnað og eru þær stærstu í heim­in­um. Þar á bæ eru seld ódýr föt og fram­leiðslu­kerf­in kvik og hröð svo neyt­and­inn geng­ur fljótt að föt­um sem fylgja nýj­ustu straum­um og stefn­um. En stöðug­leiki er ekki ein­kunn­ar­orð þessa bransa. H&M ætl­ar til að mynda að loka 160 versl­un­um í ár. Í grein í viðskipta­blaðinu For­bes eru erfiðleik­ar í rekstr­in­um rakt­ir og bent á að árið í fyrra hafi reynst keðjunni erfitt. Hún hafi átt gríðarlegt magn óselds varn­ings sem hún þurfti að selja með mikl­um af­slætti til að rýma fyr­ir nýj­um vör­um. Í hverju árs­fjórðungs­upp­gjöri fé­lags­ins á fæt­ur öðru hef­ur hagnaður dreg­ist sam­an. Fleiri keðjur sem selja hina svo­kölluðu „einnota­tísku“ eiga í erfiðleik­um, m.a. í Banda­ríkj­un­um. Ein­hverj­ar þeirra eru nú farn­ar að líta til þess að sölsa und­ir sig Asíu­markaði til að halda í horf­inu.

Til­raun­ir til viðbragða

Stór­ar keðjur sem selja ódýr­an fatnað hafa reynt að bregðast við auk­inni meðvit­und neyt­enda og fetað leið til meiri sjálf­bærni. H&M hef­ur til dæm­is til­kynnt að stefnt sé að því að fyr­ir árið 2030 verði aðeins notuð end­urunn­in efni eða efni sem vottuð eru sjálf­bær til fram­leiðslunn­ar. Árið 2040 ætl­ar fé­lagið vera orðið 100% lofts­lag­sjá­kvætt (e. clima­te positi­ve).

Verksmiðjur í Bangladess framleiða fatnað fyrir tískuverslanir á Vesturlöndum í …
Verk­smiðjur í Bangla­dess fram­leiða fatnað fyr­ir tísku­versl­an­ir á Vest­ur­lönd­um í stór­um stíl. AFP

En það er það ekki í dag. Eins og sjá mátti í danskri heim­ild­ar­mynd sem sýnd var í fyrra var tölu­vert magn fata sem ekki seld­ist ein­fald­lega brennt. For­stjóri fyr­ir­tæk­is­ins sagði að slík förg­un væri „sjald­gæf“. Um­hverf­is­sam­tök­in Green Peace segja þetta at­hæfi stundað af fatafram­leiðend­um um all­an heim.

Blaðamaður For­bes seg­ir að það sé ekk­ert laun­ung­ar­mál að fram­leiðend­ur ódýrs tískufatnaðar hafi valdið mikl­um um­hverf­isskaða, stund­um stór­kost­leg­um. Fyr­ir utan margs kon­ar meng­un sem fram­leiðslan valdi eigi þessi geiri sér mjög svo óhugn­an­leg­ar og myrk­ar hliðar. Hann hafi til að mynda ýtt und­ir man­sal og barnaþrælk­un, líkt og fram kom ný­legri í heim­ild­ar­mynd New York Times, In­visi­ble Hands.

Grein­in held­ur áfram fyr­ir neðan mynd­skeiðið.

All­ar versl­an­ir þurfa stöðugt að gæta að sér þegar kem­ur að breyttri neyslu. Ungt fólk í dag er orðið mun meðvitaðra en fyrri kyn­slóðir um um­hverf­is­mál og breyt­ir margt hvert lífs­stíl sín­um hik­laust í takt við aukna um­hverfis­vit­und.

Ung­ir neyt­end­ur, hin svo­kallaða þús­ald­arkyn­slóð (e. millenials), vilja vita hvaðan vör­ur koma. Þeir vilja vita hvert kol­efn­is­fót­spor þeirra er, hvaða áhrif fram­leiðsla var­anna hef­ur á sam­fé­lög­in þar sem þær eru fram­leidd­ar og á alla þætti líf­rík­is­ins. Og þeir vilja að þeir sem selji vör­urn­ar, föt­in í þessu til­viki, geti upp­lýst þá um allt þetta. Eng­an felu­leik leng­ur, takk. Kann­an­ir sýna svo að meiri­hluti þeirra er líka til­bú­inn að greiða hærra verð fyr­ir vör­ur sem fram­leidd­ar eru með sjálf­bær­um hætti.

En hvernig hef­ur hin gríðar­mikla fatafram­leiðsla áhrif á um­hverfið?

Tök­um nokk­ur dæmi.

Ásókn í ódýra kasmírull hef­ur haft áhrif á stepp­ur Mong­ól­íu.

Gresj­ur Mong­ól­íu, og þar með hirðingj­ar og marg­ar dýra­teg­und­ir sem á þeim búa, standa nú höll­um fæti vegna of­beit­ar. Land­gæðin höfðu þegar tekið að rýrna vegna lofts­lags­breyt­inga sem ollu jarðvegs­rofi og uppþorn­un vatna og áa. En á síðustu þrem­ur ára­tug­um hef­ur fjöldi bú­fénaðar þre­fald­ast og hef­ur sú of­beit haft gríðarleg áhrif. Or­sök­in: Spurn markaðar­ins eft­ir ódýrri kasmírull. Hún er búin til úr mjúk­um hluta geitaull­ar. Geiturn­ar, sem fá­tæk­ir hirðing­ar sjá hag í að rækta, hafa meiri áhrif á um­hverfi sitt en ann­ar bú­fénaður, s.s. kind­ur. Mong­ól­ía er næst­stærsti fram­leiðandi kasmírull­ar í heim­in­um.

Hvaðan koma efnin sem eru í fötunum sem þú ert …
Hvaðan koma efn­in sem eru í föt­un­um sem þú ert í? AFP

Annað dæmi: Þvott­ur á flí­speys­unni þinni get­ur haft áhrif á sjáv­ar­dýr.

All­ir vita að plast­meng­un í höf­un­um er risa­stórt vanda­mál. Þvotta­vél­ar eru ein þeirra leiða sem koma plastögn­un­um þangað. Þegar föt úr gervi­efn­um á borð við pó­lýester, nælon og akríl eru þveg­in losna millj­ón­ir plastagna sem svo skol­ast út með vatn­inu og oft­ast út í sjó að lok­um. Plastagn­irn­ar inni­halda eit­ur­efni og geta einnig sogið þau til sín, s.s. úr þvotta-  og mýk­ing­ar­efn­um. Þær safn­ast svo að lok­um upp í líf­ver­um hafs­ins. Rann­sókn­ir sýna að agn­irn­ar finn­ast í fjöl­mörg­um sjáv­ar­dýr­um; kröbb­um, humri, fiski, skjald­bök­um, mörgæs­um, sel­um, rost­ung­um og sæotr­um. Þær eyðileggja líf­færi þeirra og geta orðið til þess að þau hætti að þrosk­ast og jafn­vel svelti til dauða.

Önnur efn­is­fram­leiðsla leiðir til skógareyðing­ar. Þræðir sem notaðir eru til að búa til efni á borð við viscose og rayon eru unn­ir úr trjám skóga sem sum­ir hverj­ir eru í út­rým­ing­ar­hættu. Neyt­end­ur geta því verið að stuðla að skógareyðingu með kaup­um á fatnaði. Að þessu leyti skipt­ir meðvit­und neyt­enda miklu máli því sum­ir fram­leiðend­ur gæta þess að efn­in séu fram­leidd með sjálf­bær­um hætti. En eins og staðan er í dag er skógareyðing vegna fram­leiðslu á viscose að eiga sér stað í Indó­nes­íu, Kan­ada og á Amazon-svæðinu í Suður-Am­er­íku. Skóg­ar­höggið get­ur haft al­var­leg­ar af­leiðing­ar fyr­ir mik­il­væg búsvæði dýra og plantna og eyðing skóg­anna hef­ur svo aft­ur áhrif á lofts­lags­breyt­ing­ar.

3.781 lítri af vatni fer í framleiðslu á bómull til …
3.781 lítri af vatni fer í fram­leiðslu á bóm­ull til að búa til ein­ar galla­bux­ur. AFP

Bóm­ull er nátt­úru­legt efni en það þýðir ekki að það sé fram­leitt með sjálf­bær­um hætti. Staðreynd­in er sú að rækt­un á bóm­ull er ein sú ósjálf­bær­asta í heim­in­um í dag. Gríðarlegt magn af vatni er notað til fram­leiðslunn­ar sem get­ur valdið vatns­skorti í nærsam­fé­lög­um og á heimsvísu. Það get­ur þurft allt að 2.700 lítra af vatni til að fram­leiða einn stutterma­bol úr bóm­ull og yfir 3.700 lítra til að gera ein­ar galla­bux­ur. Þá er miklu magni skor­dýra­eit­urs úðað á akr­ana sem spill­ir jarðvegs- og vatns­gæðum.

 „Við þurf­um að breyta hug­ar­fari okk­ar,“ seg­ir Clare Far­rell, hjá breska um­hverf­is­vernd­ar­hópn­um Ext­incti­on Re­belli­on. Vissu­lega sé betra að end­ur­vinna föt en að henda þeim en stóra málið sé að fólk kaupi minna af föt­um. Hún bend­ir á að fatafram­leiðsla í því magni sem hún er í dag skapi gríðar­mikið álag á nátt­úru­auðlind­ir og hafi skaðleg áhrif á þær. „Krakk­ar kaupa föt, eru í þeim í nokk­ur skipti og losa sig svo við þau. Hvernig tök­um við á því? Þessi neyslu­hyggja er mjög, mjög stórt vanda­mál fyr­ir okk­ur öll.“

Grein­in er byggð á um­fjöll­un­un­um BBC (hér og hér), For­bes (hér og hér) auk fleiri fjöl­miðla.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert
Loka