Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, var ákaflega tilfinningaríkur í færslum sínum á Twitter í nótt en hann er staddur í höfuðborg Víetnam, Hanoi, þar sem hann hittir starfsbróður sinn frá Norður-Kóreu, Kim Jong-un, síðar í dag.
Trump heitir íbúum Norður-Kóreu stórkostlegri, „AWESOME“, framtíð ef vinur hans, Kim, samþykkir að stöðva kjarnorkuvopnaframleiðslu landsins.
Vietnam is thriving like few places on earth. North Korea would be the same, and very quickly, if it would denuclearize. The potential is AWESOME, a great opportunity, like almost none other in history, for my friend Kim Jong Un. We will know fairly soon - Very Interesting!
— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) February 27, 2019
Trump hefur áður talað um ást þeirra á milli og að Norður-Kórea fari að líkjast Víetnam falli ríkið frá framleiðslu kjarnorkuvopna. Víetnam sem áður var kommúnistaríki sem átti í átökum við Bandaríkin eigi nú í blómstrandi viðskiptasambandi við þau í dag.
Trump lýsti eftir fund sinn með forseta Víetnam, Nguyen Phu Trong, þeim framkvæmdum sem hann sá á leiðinni frá flugvellinum á hótelið sem hann dvelur á í Hanoi. Þær væru merki um blómstrandi hag Víetnama.
The Democrats should stop talking about what I should do with North Korea and ask themselves instead why they didn’t do “it” during eight years of the Obama Administration?
— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) February 27, 2019