Trump virkilega vonsvikinn með Kim

Trump sagði við blaðamenn í dag að enn væri of …
Trump sagði við blaðamenn í dag að enn væri of snemmt að segja til um hvort upplýsingarnar um aðgerðir Norður-Kóreumanna væru á rökum reistar. AFP

Donald Trump Bandaríkjaforseti segist myndu verða virkilega vonsvikinn með Kim Jong-un, leiðtoga Norður-Kóreu, ef fregnir af enduruppbyggingu Norður-Kóreu á eldflaugapalli, sem heitið hafði verið að yrði rifinn, reynast réttar.

Trump sagði við blaðamenn í dag að enn væri of snemmt að segja til um hvort upplýsingarnar um aðgerðir Norður-Kóreumanna væru á rökum reistar.

Gervitunglamyndir sem teknar voru tveimur dögum eftir fund leiðtoganna tveggja, Trumps og Kim, virðast sýna að eldflaugapallur, sem átti að rífa, væri í endurbyggingu. Heimildir AFP herma að uppbyggingin hafi þegar verið hafin þegar á fundinum stóð eða jafnvel áður en hann hófst.

Fundi leiðtoganna í Hanoi, höfuðborg Víetnam, var slitið á undan áætlun og engin niðurstaða náðist í tengslum við kjarnorkuafvopnun Kóreuskagans.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert