Hryðjuverkamaðurinn Brenton Tarrant, sem ákærður hefur verið fyrir morð eftir voðaverkin í Christchurch í Nýja-Sjáland þar sem 50 manns voru myrtir, kom til Íslands fyrir tveimur árum.
Frá þessu er greint í Washington Post.
Síðustu ár ferðaðist Tarrant út um allan heim en meðal áfangastaða hans voru Balkanlönd, Pakistan, Tyrkland, Norður-Kórea og lönd í vesturhluta Evrópu.
Tarrant kveðst hafa sótt innblástur til norska hryðjuverkamannsins Anders Breivik en fram kemur í yfirlýsingu Tarrants vegna hryðjuverkanna að ferðalögin síðustu ár hafi verið mjög jákvæð reynsla.
Viðhorf hans í garð innflytjenda hafi orðið verra þegar hann fylgdist með frönsku þingkosningunum árið 2017. Eins og áður hefur komið fram varð hann skelfingu lostinn vegna hryðjuverkaárásar í Stokkhólmi fyrir tveimur árum og sagðist vilja hefna ellefu ára stúlku sem lést í þeirri árás.
Auk þess minnist Tarrant á ferðalög til Íslands, Póllands, Nýja-Sjálands, Argentínu, Úkraínu og Búlgaríu í yfirlýsingu sinni.