Öfuguggi lagðist á dýr

Ekki fór milli mála á upptökum öryggismyndavéla hvað maðurinn aðhafðist …
Ekki fór milli mála á upptökum öryggismyndavéla hvað maðurinn aðhafðist í hesthúsi klúbbsins í skjóli nætur. Ljósmynd/Reiðklúbbur Värmdö

Sænsk­ir og norsk­ir fjöl­miðlar greina frá lítt hugn­an­legu máli sem upp kom í Värm­dö, skammt frá Stokk­hólmi í Svíþjóð, aðfaranótt laug­ar­dags, en þá braust maður inn í hús­næði reiðklúbbs þar og svalaði óeðli­leg­um hvöt­um sín­um á tveim­ur hest­um í eigu klúbbs­ins. Virt­ist aðkomumaður ekki verða var ör­ygg­is­mynda­véla í hús­næðinu sem hafa gefið lög­reglu skýra mynd af at­höfn­um hans.

„Þetta er hreint áfall. Ég fékk að sjá upp­tök­una og það fer ekk­ert milli mála hvað hann er að gera,“ seg­ir Åsa Lind­blom, formaður Värm­dö Ridklubb, í sam­tali við sænska blaðið Aft­on­bla­det í gær.

Til­gang­ur ör­ygg­is­mynda­vél­anna í hest­hús­inu er ekki fyrst og fremst að taka upp af­brot sem þar eiga sér stað held­ur að fylgj­ast með fylfull­um hryss­um og hátt­semi þeirra áður en þær kasta fol­öld­um sín­um.

Ók í loft­köst­um á staðinn

Lind­blom seg­ist svo frá að eig­andi klúbbs­ins hafi fengið boð í síma sinn aðfaranótt laug­ar­dags um að ör­ygg­is­mynda­vél hafi greint hreyf­ingu í hest­hús­inu, en ekki var þó fol­alda von um þetta leyti. „Eig­and­inn sá mann­inn á upp­tök­unni lyfta tagli hests­ins,“ seg­ir Lind­blom og seg­ir svo frá því að eig­and­inn hafi þá ekið í loft­köst­um að hús­næði klúbbs­ins sem þá hafi verið mann­laust.

„Maður trú­ir bara ekki sín­um eig­in aug­um. Ég vona bara að lög­regl­unni tak­ist að bera kennsl á mann­inn af mynd­un­um,“ seg­ir Lind­blom að lok­um.

Lög­regl­an hef­ur verið við vett­vangs­rann­sókn­ir á svæðinu og virðist hross­un­um ekki hafa orðið meint af of­beld­inu sem telst gróft brot gegn sænsk­um lög­um um vel­ferð dýra, djur­skyddslagen eins og þau heita á sænsku.

Aft­on­bla­det

Mitt

VG

Netta­visen

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert