„Ekkert samráð, engin hindrun, alger og fullkomin hreinsun af áburði,“ skrifar Donald Trump Bandaríkjaforseti á Twitter í kjölfar þess að niðurstöður skýrslu Roberts Mueller um aðkomu Rússa að forsetakosningum í Bandaríkjunum voru gerðar opinberar.
Samkvæmt niðurstöðum skýrslunnar átti forsetaframboð Trump ekki í óeðlilegum eða ólöglegum samskiptum við rússnesk stjórnvöld.
Meðal þess sem Mueller hafði til rannsóknar var hvort forsetinn hefði gerst sekur um að hindra framgang réttvísinnar, en samkvæmt fjölmiðlum ytra er forsetinn ekki hreinsaður af þeim sakargiftum. Mueller mun þó ekki hafa haft nægileg sönnunargögn til þess að sækja forsetann til saka.
„Höldum Ameríku frábærri,“ skrifar forsetinn.
No Collusion, No Obstruction, Complete and Total EXONERATION. KEEP AMERICA GREAT!
— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) 24 March 2019