Framboð Donalds Trump Bandaríkjaforseta og rússnesk stjórnvöld áttu ekki í óeðlilegum eða ólögmætum samskiptum við rússnesk stjórnvöld í aðdraganda bandarísku forsetakosninganna 2016. Þetta kemur fram í rannsóknarskýrslu Roberts S. Mueller, sérstaks saksóknara sem rannsakað hefur ásakanir um slík tengsl.
Í skýrslunni tekur Mueller ekki afstöðu til þess hvort Trump hafi hindrað framgang réttvísinnar.
William P. Barr, dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, skilaði Bandaríkjaþingi í dag helstu niðurstöðum úr skýrslu Mueller, sérstaks saksóknara, og fengu þingmenn afhent fjögurra blaðsíðna bréf þar sem þær koma fram.
„Á sama tíma og skýrslan sýnir ekki fram á að forsetinn hafi framið glæp, þá ber hún heldur ekki af honum sakir,“ sagði Barr um skýrslu Mueller.
Mueller skilaði dómsmálaráðherranum skýrslu sinni á föstudag. Rannsóknin hefur nú staðið yfir í tvö ár og hafa 34 þegar verið ákærðir í málinu, þ.á m. sex manns úr herbúðum Trumps auk fjölda Rússa og þriggja fyrirtækja. Engin þessara ákæra tengist beint ásökunum um tengsl framboðsins og rússneskra stjórnvalda og hefur forsetinn ævinlega neitað því að slík samskipti hafi átt sér stað.
Sarah Sanders, upplýsingafulltrúi Hvíta hússins, birti færslu á Twitter rétt í þessu þar sem hún segir að skýrslan sé algjör hreinsun af þeim áburði sem forsetinn hafi sætt.
The Special Counsel did not find any collusion and did not find any obstruction. AG Barr and DAG Rosenstein further determined there was no obstruction. The findings of the Department of Justice are a total and complete exoneration of the President of the United States.”
— Sarah Sanders (@PressSec) March 24, 2019
Fréttin hefur verið uppfærð.