Líktu eftir flugslysinu í flughermi

All­ir 189 um borð í vél Boeing 737 MAX 8-Lion …
All­ir 189 um borð í vél Boeing 737 MAX 8-Lion Air létust þegar vélin hrapaði í Java-haf við Indó­nes­íu í októ­ber í fyrra. AFP

Flugmenn þotu flugfélagsins Lion Air sem hrapaði í Indónesíu í október í fyrra höfðu líklega aðeins 40 sekúndur til að bregðast við bilun í kerfi vélarinnar. Þetta kom í ljós í flughermi þegar reynt var að líkja eftir þeim aðstæðum sem voru þegar slysið átti sér stað. The New York Times greinir frá.

189 fórust í slysinu og hefur það verið rakið til þess að sjálf­virkni í stjórn­klef­an­um, svokallað MCAS-kerfi, sem átti að auka á ör­yggi flug­vél­ar og farþega, hafi snú­ist upp í and­hverfu sína. Allt virðist sem ör­ygg­is­búnaður­inn hafi ruglað flug­menn­ina í rím­inu og þannig átt sinn þátt í slys­inu.

Þegar reynt var að líkja eftir því sem gerðist í slysinu í flugherminum var skynjari meðal annars látinn bila sem varð til þess að MCAS-kerfið fór í gang. New York Times hefur eftir heimildarmönnum að flugmennirnir hafi aðeins haft 40 sekúndur til að átta sig á vandanum, aftengja kerfið og koma í veg fyrir að nef vélarinnar leitaði niður.

Önnur flug­vél sömu gerðar í eigu Eti­opi­an Air­lines hrapaði í þess­um mánuði í Kenýa, en 157 manns lét­ust í því slysi. Í fram­hald­inu hafa all­ar vél­ar þess­ar­ar gerðar verið kyrr­sett­ar meðan rann­sókn stend­ur yfir, en bil­un í fyrr­nefndu MCAS-kerfi hef­ur verið tengd við bæði slys­in.

Bráðabirgðaskýrsla um flug­slys vél­ar Et­hi­opi­an Air­lines verður að öll­um lík­ind­um birt í þess­ari viku. Á sama tíma vinn­ur Boeing nú hörðum hönd­um að upp­færslu á hug­búnaði vél­anna og þjálf­un­ar­leiðbein­ing­um.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert