Kona í dauðadái fæddi barn

Barnið kom í heiminn eftir tæplega 32 vikna meðgöngu.
Barnið kom í heiminn eftir tæplega 32 vikna meðgöngu. AFP

Útför portú­galskr­ar konu, sem eignaðist barn á meðan hún var í dauðadái, fer fram í dag. Kon­an var 26 ára. Hún hafði verið í dauðadái frá því í des­em­ber. 

Cat­ar­ina Sequ­eira fékk al­var­legt ast­mak­ast á heim­ili sínu í des­em­ber. Þá hafði hún gengið með barn sitt í nítj­án vik­ur. Henni var í kjöl­farið haldið sof­andi í önd­un­ar­vél á sjúkra­húsi en fljót­lega versnaði ástand henn­ar og 26. des­em­ber kom í ljós að heil­a­starf­semi henn­ar var eng­in orðið og hún þá úr­sk­urðuð heila­dauð. Ákveðið var að reyna að bjarga barni Sequ­eira með því að hafa hana áfram í önd­un­ar­vél. Það var gert í 56 daga eða þar til á 32. viku meðgöng­unn­ar er barnið var tekið með keis­ara­sk­urði nú í vik­unni. 

Formaður siðanefnd­ar sjúkra­húss­ins seg­ir að ákvörðunin um að reyna að bjarga barn­inu með þess­um hætti hafi verið tek­in með samþykki fjöl­skyldu kon­unn­ar, m.a. barns­föður henn­ar. Hún var líf­færa­gjafi og því þóttu lög ekki mæla gegn því að fara þessa leið.

Barnið, dreng­ur sem fengið hef­ur nafnið Sal­vador, mun dvelja á sjúkra­hús­inu í að minnsta kosti nokkr­ar vik­ur til viðbót­ar. 

Þetta er í annað sinn sem barn fæðist á sjúkra­húsi í Portúgal eft­ir að móðirin er úr­sk­urðuð heila­dauð. Árið 2016 fædd­ist barn á spít­ala í Lisa­bon og hafði það þá verið í fimmtán vik­ur í móðurkviði. 

Frétt BBC

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert
Loka