Evrusvæðið hættulega berskjaldað

Christine Lagarde, forstjóri AGS.
Christine Lagarde, forstjóri AGS. AFP

Pólitísk mistök hafa verið gerð í tengslum við evrusvæðið sem hafa orðið til þess að svæðið er hættulega berskjaldað gagnvart efnahagslegum krísum.

Þetta er mat Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Fram kemur í frétt breska dagblaðsins Daily Telegraph að sjóðurinn hafi ekki tekið svo sterkt til orða áður.

Framkvæmdastjóri AGS, Christine Lagarde, sagði á fimmtudaginn að bankar á evrusvæðinu stæðu ekki nógu styrkum fótum kæmi til frekari efnahagserfiðleika.

Lausnina sagði Lagarde, sem er fyrrverandi fjármálaráðherra Frakklands, aukinn samruni innan Evrópusambandsins og meðal annars með einni sameiginlegri innistæðutryggingu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka