Pólitísk mistök hafa verið gerð í tengslum við evrusvæðið sem hafa orðið til þess að svæðið er hættulega berskjaldað gagnvart efnahagslegum krísum.
Þetta er mat Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Fram kemur í frétt breska dagblaðsins Daily Telegraph að sjóðurinn hafi ekki tekið svo sterkt til orða áður.
Framkvæmdastjóri AGS, Christine Lagarde, sagði á fimmtudaginn að bankar á evrusvæðinu stæðu ekki nógu styrkum fótum kæmi til frekari efnahagserfiðleika.
Lausnina sagði Lagarde, sem er fyrrverandi fjármálaráðherra Frakklands, aukinn samruni innan Evrópusambandsins og meðal annars með einni sameiginlegri innistæðutryggingu.