Tveir unglingar látnir í átökum á Gaza

Tugir þúsunda mótmæltu við landamæri Gazasvæðisins í dag. Minnst þrír …
Tugir þúsunda mótmæltu við landamæri Gazasvæðisins í dag. Minnst þrír eru látnir. AFP

Tugir þúsunda mótmæltu á landamærum Gaza við Ísrael í gær í tilefni þess að eitt ár er liðið frá því að tekið var upp á vikulegum mótmælum á svæðinu. Það sló í brýnu með mótmælendum og hermönnum ísraelskum. Þrír eru látnir, þar af tveir 17 ára drengir. Tugir eru særðir.

Palestínumenn krefjast með þessu yfirráða yfir þeim landssvæðum sem þeir segja tilheyra sér. Gera má ráð fyrir að aukinn ofsi hafi færst í mótmælin í ljósi viðurkenningar Bandaríkjaforseta á yfirráðum Ísraelsmanna á Gólanhæðum á dögunum.

Palestínumenn hafa haldið mótmæli vikulega á landamærunum síðan 30. mars 2018 sem eru þáttur í samstilltu átaki þeirra um að endurheimta yfirráð á vissum svæðum. Í enskum miðlum er talað um „the Great March of Return”.

Aðbúnaður Ísraelsher var nokkur. Hluti Palestínumannanna fleygði steinum í verði …
Aðbúnaður Ísraelsher var nokkur. Hluti Palestínumannanna fleygði steinum í verði á landamærunum. AFP

Samkvæmt skýrslu mannréttindaráðs Sameinuðu þjóðanna létust 189 í átökunum frá því mótmælin hófust í mars í fyrra og til ársloka 2018. Einn þeirra var ísraelskur hermaður, restin Palestínumenn. Þar af 35 börn og tveir blaðamenn.

BBC greinir frá þessu.

Ættingjar bráðaliðans Razan al-Najjar syrgja hana eftir að hún var …
Ættingjar bráðaliðans Razan al-Najjar syrgja hana eftir að hún var skotin til bana af ísraelskum hermönnum við landamærin að Gaza í fyrrasumar. AFP
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert