Rannsakendur við Uffizi-safnið í borginni Flórens hafa sannað að listmálarinn Leonardo Da Vinci hafi verið jafnvígur á báðar hendur.
Grunsemdir hafa lengi verið uppi um þetta en núna hefur þetta loksins verið staðfest eftir að rannsökuð var teikning þekkt undir nafninu Landslag (8P). Talið er að teikningin sé hans fyrsta verk, eða frá árinu 1473 þegar Da Vinci var 21 árs.
Á myndinni sést áin Arno sem rennur í gegnum Flórens og kastalinn Montelupo er í bakgrunninum. Tveir handskrifaðir textar eru einnig á myndinni, annar framan á henni skrifaður frá hægri til vinstri og hinn aftan á henni skrifaður frá vinstri til hægri.
Forensic analysis of Leonardo da Vinci's 'landscape with waterfall' Sketch could hold clues to the geological research he carried out through his life. Great piece on @Forbes by @David_Bressan https://t.co/GPDCva91Yw
— Geological Society (@geolsoc) January 29, 2019
Rannsóknir sýndu að báðir textarnir voru skrifaðir af Da Vinci sem „notaði vinstri höndina til að skrifa framan á myndina með „speglaskrift“ og hægri höndina til að skrifa á bakhliðina með hefðbundinni skrift,“ að því er kom fram í yfirlýsingu frá Uffizi.
„Leonardo fæddist örvhentur en hlaut „endurmenntun“ ungur að aldri varðandi notkun hægri handarinnar,“ sagði fræðimaðurinn Cecilia Frosinini.