Ummæli Demókrataþingkonunnar Ilhan Omar um árásirnar á tvíburaturnana hafa vakið hörð viðbrögð vestanhafs. Myndbandsbútur úr ræðu hennar hefur farið sem eldur um sinu þar sem hún lýsir 9/11 á þá leið að „eitthvað fólk gerði eitthvað“ (e. some people did something).
Hún var á ráðstefnu CAIR, ráðgjafarnefndar um bandarísk-íslömsk samskipti, að ávarpa múslima, og sagði um þau samtök: „Hér er sannleikurinn. Um of langa hríð höfum við lifað við þá óþægilegu tilfinningu að vera annars flokks borgarar. Ég verð að segja að ég er orðin þreytt á því og hver einasti múslimi í þessu landi ætti að vera þreyttur á því. CAIR var stofnað eftir 9/11, af því þeir gengust við því að eitthvað fólk gerði eitthvað og að við værum öll byrjuð að glata réttindum okkar sem borgarar,“ sagði Omar í ræðu sinni.
Omar hefur uppskorið harða gagnrýni fyrir ummælin, ekki síst úr röðum repúblikana og í umræðuþáttum á vegum fjölmiðla Ruperts Murdoch eins og FOX News og dagblöðum fjölmiðlaveldisins.
Omar segist sjálf ekki ætla að hvika fyrir hótunum, eins og hún kallar suma gagnrýni er hefur beinst að henni fyrir ummælin:
No one person – no matter how corrupt, inept, or vicious – can threaten my unwavering love for America. I stand undeterred to continue fighting for equal opportunity in our pursuit of happiness for all Americans.
— Ilhan Omar (@IlhanMN) 13 April 2019
Dan Crenshaw, þingmaður Repúblikana, kom umræðunni af stað þegar hann deildi klippu á Twitter þar sem Omar lét þessi orð falla og kallaði ummælin „ótrúleg“.
First Member of Congress to ever describe terrorists who killed thousands of Americans on 9/11 as “some people who did something”.
— Dan Crenshaw (@DanCrenshawTX) 9 April 2019
Unbelievable. https://t.co/IKtoZWWmIT
Donald Trump Bandaríkjaforseti birtir myndband þar sem klippt er saman brotið úr ræðu Omar og myndefni úr árásanum og segir „VIÐ MUNUM ALDREI GLEYMA!“ Hann hefur fest þá færslu efst á Twitter-síðuna sína (e. pinned tweet).
WE WILL NEVER FORGET! pic.twitter.com/VxrGFRFeJM
— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) 12 April 2019
Forsíða New York Post, sem er í eigu Murdoch-fjölmiðlaveldisins, er gagnrýnd á Twitter.
This is ugly pic.twitter.com/R2XVyS4dq8
— Harry Siegel (@harrysiegel) 11 April 2019