„Erum við síðasta kynslóðin?“

Við komuna til Heathrow í morgun komu mótmælendur sér fyrir …
Við komuna til Heathrow í morgun komu mótmælendur sér fyrir á einu fjölfarnasta hringtorgi við flugvöllinn og drógu upp fána með áletruninni: „Eum við síðasta kynslóðin?“ Ljósmynd/Twitter

Hóp­ur mót­mæl­enda, allt um­hverf­issinn­ar fædd­ir 1990 eða síðar, hef­ur fært sig frá helstu göt­um Lund­úna yfir til Heathrow-flug­vall­ar. Að mót­mæl­un­um, sem hóf­ust á mánu­dag, standa grasrót­ar­sam­tök sem kalla sig Upp­reisn gegn út­rým­ingu (Ext­incti­on Re­belli­on).

„Ég er hér af því að ég elska ykk­ur og ótt­ast um framtíð ykk­ar“

Við kom­una til Heathrow í morg­un komu þau sér fyr­ir á einu fjöl­farn­asta hring­torgi við flug­völl­inn og drógu upp fána með áletr­un­inni: „Eum við síðasta kyn­slóðin?“ Fán­an breiddu þau yfir göt­una við hring­torgið til að stöðva bílaum­ferð.

Á þriðja tug lög­reglu­manna eru á flug­vell­in­um og hef­ur mót­mæl­end­um verið hótað hand­töku fari þeir ekki eft­ir fyr­ir­mæl­um lög­reglu að færa sig frá um­ferðargöt­um. Mót­mæl­end­ur segj­ast til­bún­ir til að taka áhætt­una, allt til að und­ir­strika hætt­urn­ar sem fylgja lofts­lags­breyt­ing­um.

„Ég er hér af því að ég elska ykk­ur og ótt­ast um framtíð ykk­ar, og framtíð mína,“ seg­ir Oscar Idle, 17 ára mót­mæl­andi, í sam­tali við The Guar­di­an.

Lög­regl­an fjar­lægði um 20 mót­mæl­end­ur af göt­unni sem leiðir inn á flug­völl­inn yfir á nær­liggj­andi gang­stétt. „Við erum stöðugt kýld í and­litið af sann­leik­an­um, en eng­inn er að gera neitt,“ seg­ir Sa­vannah Lovelock, 19 ára nemi við há­skól­ann í Falmouth. Fjór­ir mót­mæl­end­anna neita af færa sig og sátu sem fast­ast í um klukku­stund, uns þeir létu gott heita.

Yfir 500 manns hafa verið hand­tekn­ir og meira en þúsund lög­reglu­menn hafa verið að störf­um í tengsl­um við mót­mæl­in. Mót­mæl­end­ur hafa reynt að loka um­ferðargöt­um og brúm, með aðgerðum þar sem hvatt er til borg­ara­legr­ar óhlýðni og hafa sam­göng­ur um hluta höfuðborg­ar­inn­ar lam­ast. Segj­ast mót­mæl­end­ur ekki hætta fyrr en stjórn­völd hlusti á kröf­ur þeirra.  

Að mót­mæl­un­um standa grasrót­ar­sam­tök sem kalla sig Upp­reisn gegn út­rým­ingu …
Að mót­mæl­un­um standa grasrót­ar­sam­tök sem kalla sig Upp­reisn gegn út­rým­ingu (Ext­incti­on Re­belli­on) Hóp­ur­inn var sett­ur á lagg­irn­ar í fyrra og hef­ur fylgi hans auk­ist hratt síðan. Kröf­ur hans eru m.a. þær að stjórn­völd grípi þegar í stað til aðgerða til að sporna við hætt­um sem steðji að líf­fræðileg­um fjöl­breyti­leika og þar með öll­um vist­kerf­um heims­ins. AFP

Ekk­ert gagn af há­skóla­gráðu ef framtíðin er í hættu

Mót­mæl­end­urn­ir segja að til­gang­ur­inn með aðgerðum dags­ins sé ekki að hindra flug­um­ferð held­ur að tefja um­ferð í átt að flug­vell­in­um reglu­lega, til að vekja at­hygli á bar­áttu­mál­inu: Af­leiðing­um lofts­lags­breyt­inga og mik­il­vægi þess að bregðast við.

„Ég ætti ekki að vera hér, ég ætti að vera að læra fyr­ir loka­próf,“ seg­ir Talia Wod­in, 19 ára nemi við Goldsmith-há­skól­ann. „En ég verð að vera hér. Hvaða gagn er af gráðu ef það verður mögu­lega eng­in framtíð?“

Þögul mót­mæli á Íslandi

Börn og ung­ling­ar hafa síðustu átta föstu­daga fylkt liði á Aust­ur­völl og á því verður eng­in breyt­ing í dag, en verk­fallið verður með ör­lítið breyttu sniði sök­um föstu­dags­ins langa. Vegna páskafrís eru for­eldr­ar, systkini, skyld­menni og vin­ir á öll­um aldri ein­dregið hvött til að mæta með ís­lensk­um ung­menn­um og sýna þeim þannig stuðning í verki.

Af virðingu við föstu­dag­inn langa verður verk­fallið í dag þögult. Sest verður við Alþing­is­húsið klukk­an 12 á há­degi og stjórn­völd­um, at­vinnu­líf­inu og al­menn­ingi sýnd skýr skila­boð um að lofts­lags­vand­inn fari ekki í frí þó að pásk­ar standi yfir, að því er kem­ur fram í til­kynn­ingu frá Lands­sam­tök­um ís­lenskra stúd­enta. 

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert