Að minnsta kosti tveir til viðbótar eru látnir á Sri Lanka eftir að önnur sprengjuárás var gerð á hótel í höfuðborginni Kólombó núna í morgun.
Að sögn lögreglunnar var árásin gerð í úthverfinu Dehiwala í suðurhluta borgarinnar.
Alls eru sprengjuárásirnar á Sri Lanka orðnar átta talsins því önnur sprengja til viðbótar sprakk í úthverfinu Orugodawatta, norður af Kólombó, í morgun.
Varnarmálaráðherra Sri Lanka hefur sett á útgöngubann í landinu vegna árásanna en yfir 150 manns hafa farist í þeim. Útgöngubannið stendur yfir frá klukkan 18 í kvöld að staðartíma, eða klukkan 12.30 að íslenskum tíma, og stendur yfir til klukkan 6 í fyrramálið að staðartíma.
Sri Lanka's government declares nationwide curfew from 18:00 to 06:00 local time, following wave of attacks
— BBC Breaking News (@BBCBreaking) April 21, 2019
Latest developments: https://t.co/TkH5p7oXQN pic.twitter.com/e9ssoFetIy
Jean-Claude Juncker, forseti framkvæmdastjórnar ESB, hefur fordæmt sprengingarnar. „Það var bæði hryllilegt og sorglegt að heyra af sprengingunum á Sri Lanka þar sem svo margir hafa dáið,“ skrifaði hann á Twitter og bætti við að ESB muni rétta fram hjálparhönd.
It was with horror and sadness that I heard of the bombings in #SriLanka costing the lives of so many people. I offer my heartfelt condolences to the families of the victims who had gathered to worship peacefully or come to visit this beautiful country. We stand ready to support.
— Jean-Claude Juncker (@JunckerEU) April 21, 2019
Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, sagði árásirnar hryllilegar. „Þessi ofbeldisverk gagnvart kirkjum og hótelum á Sri Lanka eru hryllilegar og ég votta innilega samúð mína með öllum þeim sem tengjast þeim á þessum erfiðu tímum.“
The acts of violence against churches and hotels in Sri Lanka are truly appalling, and my deepest sympathies go out to all of those affected at this tragic time.
— Theresa May (@theresa_may) April 21, 2019
We must stand together to make sure that no one should ever have to practise their faith in fear.