Segja ákveðinn misskilning í gangi

Hassanal Bolkiah soldáninn af Brunei.
Hassanal Bolkiah soldáninn af Brunei. AFP

Stjórn­völd á Bru­nei hafa ritað bréf til Evr­ópuþings­ins þar sem þau verja ákvörðun rík­is­ins um að grýta karla til bana verði þeir fundn­ir sek­ur um kyn­mök með öðrum körl­um. Segja yf­ir­völd að ákveðins mis­skiln­ings gæti varðandi nýju lög­in og að þess­ari refs­ingu verði mjög sjald­an beitt því til þess þurfa að minnsta kosti tveir menn að bera vitni um kyn­mök­in.

Í bréf­inu sem sent er af sendi­nefnd kon­ungs­dæm­is­ins hjá Evr­ópu­sam­band­inu er óskað eft­ir því að þing­menn á Evr­ópuþing­inu virði og skilji vilja rík­is­ins til þess að vernda „hefðbund­in gildi og fjöl­skyld­una.“

Sam­kvæmt nýrri refsi­lög­gjöf­Bru­nei má aflima þjófa og hýða fólk sem klæðist fatnaði sem ætlaður er fólki af öðru kyni, seg­ir í fréttGu­ar­di­an. 

Mótmælt fyrir utan sendiráð Brunei í París á skírdag.
Mót­mælt fyr­ir utan sendi­ráð Bru­nei í Par­ís á skír­dag. AFP

Í bréf­inu, sem er 4 bls. að lengd, kem­ur fram að því sé ætlað að leiðrétta ákveðinn mis­skiln­ing sem virðist vera uppi um lög­in sem tóku gildi 3. apríl. Að gera hjú­skap­ar­brot og sam­kyn­hneigð sak­næma er til þess að tryggja viðhald fjöl­skyld­unn­ar og hjóna­bands­ins meðal mús­líma. 

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert