Vissu af hættunni í 10 daga

Samkvæmt skýrslu stjórnvalda Sri Lanka var þeim gert viðvart um …
Samkvæmt skýrslu stjórnvalda Sri Lanka var þeim gert viðvart um yfirvofandi hættu 11. apríl. AFP

Skýrsla dag­sett 11. apríl seg­ir að er­lend leyniþjón­usta eigi að hafa varað yf­ir­völd á Sri Lanka við hættu á að hryðju­verka­sam­tök­in Nati­onal Thawheed Jamaut myndu ráðast á kirkj­ur í land­inu. Ekki er vitað hvort stjórn­völd gerðu ráðstaf­an­ir vegna viðvör­un­ar­inn­ar, að því er fram kem­ur í um­fjöll­un Reu­ters.

Alþjóðleg­ir sér­fræðing­ar segja að þrátt fyr­ir að sam­tök­in séu frá Sri Lanka sé lík­legt að al-Qa­eda eða Ríki íslams teng­ist hryðju­verk­un­um í land­inu sök­um þess hve fáguð vinnu­brögð voru við fram­kvæmd árás­anna.

Í gær lét­ust 290 og að minnsta kosti 500 særðust þegar sprengju­til­ræði voru fram­in í kirkj­um og hót­el­um í Sri Lanka í gær. Þá hafa 24 verið hand­tekn­ir.

Norska rík­is­út­varpið NRK hef­ur eft­ir Øivind Fuglerud pró­fess­or að þessi til­teknu sam­tök eigi ræt­ur að rekja til fimmta ára­tug­ar­ins og að þau hafi verið stofnuð af ein­stak­ling­um sem sóttu trú­ar­lega mennt­un til Sádi-Ar­ab­íu. Þá aðhyll­ist þau bók­stafstrú á grund­velli wah­ab­ískr­ar trú­ar­hefðar.

Nati­onal Thawheed Jamaut er lít­ill jaðar­hóp­ur sem ekki hef­ur verið fyr­ir­ferðar­mik­ill en hef­ur sótt í sig veðrið und­an­far­in ár. Aðgerðir hóps­ins hafa til þessa ekki verið mjög al­var­leg­ar, en hann framdi skemmd­ar­verk á stytt­um af Búdda í fyrra.

Þá kem­ur fram í um­fjöll­un Times of India að sam­tök­in séu einnig virk í suður­hluta Ind­lands, Tamil Nadu.

AFP
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert