Féll út um glugga í leit að salerni

Maðurinn dvaldi á lúxushóteli í Slóvakíu. Myndin tengist efni fréttarinnar …
Maðurinn dvaldi á lúxushóteli í Slóvakíu. Myndin tengist efni fréttarinnar ekki með beinum hætti. AFP

Ferðamaður lifði af tíu metra hátt fall út um glugga á lúx­us­hót­eli í Slóvakíu í vik­unni, en hann opnaði glugg­ann fyr­ir slysni í leit að sal­erni.

At­vikið átti sér stað í skíðabæn­um Tatranska Lomnica í Slóvakíu. Ferðamaður­inn, sem er frá Tékklandi, dvaldi þar á lúx­us­hót­eli.

Sam­kvæmt slóvakís­k­um miðlum átti at­vikið sér stað skömmu eft­ir miðnætti þegar maður­inn, þá und­ir áhrif­um áfeng­is, var í leit að sal­erni á staðnum en opnaði vit­lausa hurð með fyrr­greind­um af­leiðing­um.

Maður­inn var flutt­ur með sjúkra­bíl til borg­ar­inn­ar Poprad þar sem hann gekkst und­ir aðgerð, en hann hlaut inn­vort­is áverka og marg­vís­leg bein­brot í fall­inu sem var um tíu metr­ar. Hann er nú sagður á bata­vegi.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert
Loka