Facebook lokaði á sjö einstaklinga fyrr í vikunni og vísaði í stefnu samfélagsmiðilsins um að loka á hættulega einstaklinga og samtök. Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, stendur með þeim sem eru útilokaðir á Facebook og kvartar sáran yfir ritskoðun á samfélagsmiðlum á Twitter að sjálfsögðu enda hans eftirlætis samfélagsmiðill.
Forsetinn deildi á annan tug færslna á föstudagskvöldið og í morgun um málið. Samkvæmt frétt CNN minnist hann ekki á að sumir þeirra eru þekktir öfgamenn sem þykja hættulegir.
Meðal þeirra sem voru bannaðir á Facebook eru Louis Farrakhan, leiðtoga Nation of Islam, en hann er þekktur fyrir hatursorðræðu í garð gyðinga. Alex Jones, öfgamanns sem þekktur er fyrir samsæriskenningar auk fleiri öfgamanna. Má þar nefna Paul Nehlen, Milo Yiannopoulos, Paul Joseph Watson og Laura Loomer. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem lokað er á Jones og eins fjölmiðlavef hans InfoWars á Facebook. Nú var lokað á Jones og InfoWars á Instagram sem er í eigu Facebook.
How can it be possible that James Woods (and many others), a strong but responsible Conservative Voice, is banned from Twitter? Social Media & Fake News Media, together with their partner, the Democrat Party, have no idea the problems they are causing for themselves. VERY UNFAIR!
— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) May 4, 2019
When will the Radical Left Wing Media apologize to me for knowingly getting the Russia Collusion Delusion story so wrong? The real story is about to happen! Why is @nytimes, @washingtonpost, @CNN, @MSNBC allowed to be on Twitter & Facebook. Much of what they do is FAKE NEWS!
— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) May 4, 2019