Kvartar undan ritskoðun

Donald Trump forseti Bandaríkjanna.
Donald Trump forseti Bandaríkjanna. AFP

Facebook lokaði á sjö einstaklinga fyrr í vikunni og vísaði í stefnu samfélagsmiðilsins um að loka á hættulega einstaklinga og samtök. Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, stendur með þeim sem eru útilokaðir á Facebook og kvartar sáran yfir ritskoðun á samfélagsmiðlum á Twitter að sjálfsögðu enda hans eftirlætis samfélagsmiðill.

Forsetinn deildi á annan tug færslna á föstudagskvöldið og í morgun um málið. Samkvæmt frétt CNN minnist hann ekki á að sumir þeirra eru þekktir öfgamenn sem þykja hættulegir. 

Meðal þeirra sem voru bannaðir á Facebook eru Louis Farrakhan, leiðtoga Nation of Islam, en hann er þekktur fyrir hatursorðræðu í garð gyðinga. Alex Jones, öfgamanns sem þekktur er fyrir samsæriskenningar  auk fleiri öfgamanna. Má þar nefna Paul Nehlen, Milo Yiannopoulos, Paul Joseph Watson og Laura Loomer. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem lokað er á Jones og eins fjölmiðlavef hans InfoWars á Facebook. Nú var lokað á Jones og InfoWars á Instagram sem er í eigu Facebook.

Svo virðist sem Trump sé sérstaklega ósáttur við að Facebook hafi lokað á Paul Joseph Watson en samkvæmt Wikipedia er hann ensk YouTube-stjarna og útvarpsmaður. Hann hefur meðal annars unnið töluvert fyrir InfoWars. Trump er einnig ósáttur við að Twitter hafi lokað á leikarann James Wood. 
Talsmaður Twitter segir að aðgangur Woods verði opnaður að nýju ef hann eyðir færslum sem brjóti gegn skilmálum miðilsins. Í færslunni leggur Woods það til að Robert Mueller, sérlegur saksóknari, og samstarfsmenn hans yrðu hengdir.


Frétt CNN
Frétt Spetactor
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert