Kvartar undan ritskoðun

Donald Trump forseti Bandaríkjanna.
Donald Trump forseti Bandaríkjanna. AFP

Face­book lokaði á sjö ein­stak­linga fyrr í vik­unni og vísaði í stefnu sam­fé­lags­miðils­ins um að loka á hættu­lega ein­stak­linga og sam­tök. Don­ald Trump, for­seti Banda­ríkj­anna, stend­ur með þeim sem eru úti­lokaðir á Face­book og kvart­ar sár­an yfir rit­skoðun á sam­fé­lags­miðlum á Twitter að sjálf­sögðu enda hans eft­ir­læt­is sam­fé­lags­miðill.

For­set­inn deildi á ann­an tug færslna á föstu­dags­kvöldið og í morg­un um málið. Sam­kvæmt frétt CNN minn­ist hann ekki á að sum­ir þeirra eru þekkt­ir öfga­menn sem þykja hættu­leg­ir. 

Meðal þeirra sem voru bannaðir á Face­book eru Lou­is Farrak­h­an, leiðtoga Nati­on of Islam, en hann er þekkt­ur fyr­ir hat­ursorðræðu í garð gyðinga. Alex Jo­nes, öfga­manns sem þekkt­ur er fyr­ir sam­særis­kenn­ing­ar  auk fleiri öfga­manna. Má þar nefna Paul Nehlen, Milo Yi­annopou­los, Paul Joseph Wat­son og Laura Loomer. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem lokað er á Jo­nes og eins fjöl­miðlavef hans In­foW­ars á Face­book. Nú var lokað á Jo­nes og In­foW­ars á In­sta­gram sem er í eigu Face­book.

Svo virðist sem Trump sé sér­stak­lega ósátt­ur við að Face­book hafi lokað á Paul Joseph Wat­son en sam­kvæmt Wikipedia er hann ensk YouTu­be-stjarna og út­varps­maður. Hann hef­ur meðal ann­ars unnið tölu­vert fyr­ir In­foW­ars. Trump er einnig ósátt­ur við að Twitter hafi lokað á leik­ar­ann James Wood. 
Talsmaður Twitter seg­ir að aðgang­ur Woods verði opnaður að nýju ef hann eyðir færsl­um sem brjóti gegn skil­mál­um miðils­ins. Í færsl­unni legg­ur Woods það til að Robert Mu­ell­er, sér­leg­ur sak­sókn­ari, og sam­starfs­menn hans yrðu hengd­ir.


Frétt CNN
Frétt Spetactor
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert