Yfir tvö hundruð eldflaugum hefur verið skotið á Ísrael frá Gaza í dag. Evrópusambandið sendi frá sér yfirlýsingu vegna árásarinnar síðdegis þar sem þess er krafist að árásunum verði hætt svo hægt sé að tryggja að líf almennra borgara og öryggi þeirra.
Ísraelsher hefur svarað með loftárásum á landsvæði Palestínumanna. Í tilkynningu frá heilbrigðisráðuneyti Palestínu lést rúmlega árs gamalt barn í loftárásum á Gazaströndina og móðir þess, sem er þunguð, er alvarlega særð.
Yfirstjórn hersins í Ísrael hefur ekki viljað staðfesta þetta og segir að skotmörkin séu öll hernaðarleg.
Viðvörunarsírenur óma nánast látlaust í suðurhluta Ísraels. Tveir Ísraelar særðust og einn Palestínumaður var drepinn. Fjórir Palestínumenn, þar af tveir liðsmenn Hamas, voru drepnir í gær eftir árás sem tveir ísraelskir hermenn særðust í.
Frétt BBC