Flugmenn þrýstu á breytingar síðasta haust

Breytingarnar sem flugmenn vildu láta gera strax í haust, hefðu …
Breytingarnar sem flugmenn vildu láta gera strax í haust, hefðu líklega krafist tímabundinnar kyrrsetningar Boeing 737 Max 8-vélanna. AFP

Flug­menn banda­ríska flug­fé­lags­ins American Air­lines boðuðu for­svars­menn Boeing-flug­véla­fram­leiðand­ans til fund­ar eft­ir að farþegaþota indó­nes­íska flug­fé­lags­ins Lion Air hrapaði úti fyr­ir strönd Jövu með þeim af­leiðing­um að 189 manns lét­ust. Flug­vél­in var af gerðinni 737 Max 8 og vildu flug­menn­irn­ir með fund­in­um þrýsta á Boeing að gera breyt­ing­ar sem bæta myndu ör­yggi vél­anna.

New York Times og CBS-sjón­varps­stöðin greina frá þessu og segja breyt­ing­arn­ar sem flug­menn­irn­ir vildu sjá gerðar hafa kraf­ist tíma­bund­inn­ar kyrr­setn­ing­ar Max-vél­anna, sem voru sölu­hæstu vél­ar Boeing. Krafa flug­mann­anna kem­ur skýrt fram á hljóðupp­töku sem fjöl­miðlarn­ir eru með af fundi flug­mann­anna og for­svars­manna Boeing.

Fund­ur­inn átti sér stað 27. nóv­em­ber á síðasta ári, en það var ekki fyrr en eft­ir að vél Et­hi­opi­an Air­lines, sömu gerðar, hrapaði í mars á þessu ári með þeim af­leiðing­um að 157 manns fór­ust sem kast­ljósið beind­ist aft­ur að MCAS-stýri­búnaði Max-vél­anna og kraf­an um kyrr­setn­ingu varð of há­vær til að hægt væri að hunsa hana.

Hljóðupp­tak­an af fund­in­um sýn­ir hins veg­ar að flug­menn höfðu áhyggj­ur af ör­yggi vél­anna strax í kjöl­far Lion Air-flug­slyss­ins. Var það ekki hvað síst MCAS-stýri­búnaður­inn sem olli flug­mönn­un­um áhyggj­um, en sá búnaður  er tal­inn hafa átt sök á slys­inu í báðum til­fell­um.

„Eng­inn hef­ur enn kom­ist að þeirri niður­stöðu að eina ástæða þessa hafi verið virkni flug­vél­ar­inn­ar,“ sagði Mike Sinn­ett vara­for­stjóri Boeing á fund­in­um eft­ir hrap Lion Air.

„Það versta sem get­ur komið fyr­ir er harm­leik­ur eins og þessi, en enn verra væri þó ef ann­ar slík­ur yrði,“ sagði Sinn­et síðar á fund­um. Fjór­um mánuðum síðar hrapaði vél Et­hi­opi­an Air­lines.

Flug­menn­irn­ir kvörtuðu hins veg­ar yfir að fá ekki næg­ar upp­lýs­ing­ar um MCAS-stýri­kerfið, sem var nýtt af nál­inni og fyrst tekið í notk­un með Boeing 737 Max 8-vél­un­um.

„Þess­ir gaur­ar vissu ekki einu sinni að fjand­ans kerfið var í vél­inni, né held­ur vissi það nokk­ur ann­ar,“ seg­ir AFP Mike Michael­is, yf­ir­mann flu­gör­ygg­is hjá stétt­ar­fé­lagi flug­mann­anna, hafa sagt.

Boeing bætti leiðbein­ing­ar til flug­manna í kjöl­far Lion Air-flugs­slyss­ins, en sam­kvæmt bréfi, sem AFP hef­ur und­ir hönd­um, seg­ir Michael­is leiðbein­ing­arn­ar ekki vera nægi­leg­ar til að flug­menn myndu vita hvernig þeir ættu að bregðast við bil­un­um á MCAS-kerf­inu.

New York Times seg­ir Michael­is hafa beðið for­svars­menn Boeing að gera breyt­ingu á hug­búnaði stýri­kerf­is­ins, en að slíkt hefði lík­lega falið í sér tíma­bundna kyrr­setn­ingu. Boeing er búið að vera að vinna að upp­færslu á hug­búnaðinum, sem fyr­ir­tækið von­ast til að lagi kerfið og verði fljótt samþykkt af eft­ir­litsaðilum. Óvíst er hins veg­ar hvort flug­vél­arn­ar, sem hafa verið kyrr­sett­ar frá því í mars, verða komn­ar í loft á ný fyr­ir sum­ar­byrj­un.

Greint hef­ur verið frá því áður að banda­ríska flug­mála­stofn­un­in (FAA) vann ekki sjálf út­tekt á ör­yggi Max-vél­anna. Bú­ast má því við að Daniel Elwell, starf­andi for­stjóri FAA, verði lát­inn svara mörg­um erfiðum spurn­ing­um er hann kem­ur fyr­ir þing­nefnd í dag vegna máls­ins, en þing­menn hafa við fyrri yf­ir­heyrsl­ur gagn­rýnt FAA fyr­ir of náið sam­starf við Boeing.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert