Styður skerðingu á rétti til þungunarrofs

Nokkur ríki í Bandaríkjunum hafa undanfarið hert löggjöf sína í …
Nokkur ríki í Bandaríkjunum hafa undanfarið hert löggjöf sína í þungunnarrofsmálum. AFP

Donald Trump Bandaríkjaforseti er hlynntur hertri löggjöf um þungunarrof og segist mjög hlynntur hinni svokölluðu Pro Life-hreyfingu.

Þungunarrof finnst honum þó eiga að leyfa í þremur tilfellum: þegar um er að ræða nauðgun, sifjaspell eða þegar meðgangan stefnir lífi móðurinnar í hættu.

Nokkur ríki í Bandaríkjunum hafa undanfarið hert löggjöf sína í þungunnarrofsmálum. Þeirra á meðal er Alabama, þar sem lögin eru nú þau ströngustu í Bandaríkjunum. Þar er þungunnarrof bannað á öllum stigum meðgöngu, og geta læknar sem framkvæma slíkt átt yfir höfði sér lífstíðarfangelsi.



mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert