102 ára grunuð um morð

Konan sem nú er grunuð um morðið er sögð hafa …
Konan sem nú er grunuð um morðið er sögð hafa verið ringluð og í mjög miklu uppnámi er hún sagði starfsfólki að hún hefði drepið einhvern. Mynd úr safni.

102 ára göm­ul kona ligg­ur nú und­ir grun um að hafa myrt 92 ára ná­granna sinn á dval­ar­heim­ili í Frakklandi. Er kon­an nú vistuð á geðsjúkra­húsi, eft­ir að hún greindi starfs­manni á dval­ar­heim­il­inu frá því að hún hefði „myrt ein­hvern“.

At­b­urður­inn átti sér stað á dval­ar­heim­ili fyr­ir aldraða í Chézy-sur-Mar­ne í norður­hluta Frakk­lands. Var það starfsmaður á dval­ar­heim­il­inu sem fann fórn­ar­lambið látið í rúmi sínu aðfaranótt sunnu­dags, lá það þá á mag­an­um og með mikla mar­bletti.

Krufn­ing leiddi síðan í ljós að dánar­or­sök var kyrk­ing og höfuðhögg, að því er BBC grein­ir frá.

Kon­an sem nú er grunuð um morðið er sögð hafa verið ringluð og í mjög miklu upp­námi er hún sagði starfs­fólki að hún hefði drepið ein­hvern, að því er AFP-frétta­veit­an hef­ur eft­ir sak­sókn­ara. Er hún nú lát­in und­ir­gang­ast geðpróf til að ákv­arða hvort hún telj­ist hafa verið ábyrg gjörða sinna.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert