Sýna samstöðu með gyðingum

Kollhúfa gyðings.
Kollhúfa gyðings. AFP

Þýska dag­blaðið Bild birti í dag mynd af koll­húfu gyðinga (kippah) á forsíðu blaðsins en það er gert til varn­ar gyðing­um vegna auk­inna of­sókna í garð gyðinga í Þýskalandi. Gyðing­ar hafa verið varaðir við hættu sam­fara því að bera koll­húf­una í Þýskalandi.

Um helg­ina sagði Fel­ix Klein, sem fer með mál tengd gyðinga­h­atri í rík­is­stjórn Þýska­lands, að hann geti ekki lengr ráðlagt gyðing­um að bera koll­húf­una hvar sem er í Þýskalandi. For­seti Ísra­els, Reu­ven Ri­vl­in, sagði að sér væri mjög brugðið við að heyra þetta og um­mæl­in sýni stig­vax­andi andúð í garð gyðinga og að þeir væru ekki leng­ur óhultir í Þýskalandi.

Bild, sem er mest lesna dag­blað Þýska­lands, hvet­ur les­end­ur blaðsins til sam­stöðu með ná­grönn­um sem eru gyðing­ar og hvatti þá til þess að bera sína eig­in út­gáfu af koll­húfu, bera Davíðsstjörn­una til þess að sýna gyðing­um í land­inu sam­stöðu.

Í virðinga­skyni við Guð hylja gyðing­ar höfuð sitt þegar þeir biðja, annaðhvort með svört­um hött­um eða svo­kölluðum koll­húf­um sem kall­ast kippah á hebr­esku. 

Aðal­rit­stjóri Bild, Ju­li­an Reichelt, seg­ir að eina svarið við beiðni um að gyðing­ar sleppi því að bera koll­húfu sé nei. Annað sé ekki í boði sjö ára­tug­um eft­ir hel­för­ina. Ef svo sé komið fyr­ir Þýska­land að gyðing­um sé ekki óhætt í land­inu þá sé ljóst að þjóðinni hafi mistek­ist. Koll­húf­an sé hluti af Þýskalandi. 

Frétt Bild

Þjóðverj­ar hafa, líkt og flest vest­ræn ríki, upp­lifað aukið gyðinga­hat­ur sem og ann­an ras­ista­áróður, hat­ursorðræðu og of­beldi, und­an­far­in ár á sama tíma og póli­tískt lands­lag hef­ur orðið gróf­ara og meiri öfg­ar ríkj­andi. Glæp­um tengd­um gyðinga­h­atri fjölgaði um 20% í Þýskalandi í fyrra og sam­kvæmt tölu­leg­um upp­lýs­ing­um frá inn­an­rík­is­ráðuneyt­inu eru það öfgaþjóðern­is­sinn­ar sem bera ábyrgð á níu af hverj­um tíu slík­um árás­um. 

Frétt France24

Eitt af því sem nefnt er í þessu sam­hengi er að öfga­flokk­ur eins og Ann­ar kost­ur fyr­ir Þýska­land (AfD) hafi fengið góða kosn­ingu í síðustu þing­kosn­ing­um. 

Frétt Reu­ters

Fjölg­un glæpa tengd­um gyðinga­h­atri er mikið áhyggju­efni fyr­ir okk­ur öll sem erum bú­sett í Þýskalandi, seg­ir Stef­fen Sei­bert, talsmaður Ang­elu Merkel, kansl­ara Þýska­lands, í dag. Það er mark­mið rík­is­ins að tryggja að all­ir geti ferðast um með koll­húfu hvar sem er, hvenær sem er. 

Eitt af því sem hef­ur verið nefnt er fjölg­un mús­líma í Þýskalandi og er í frétt AFP tekið fram að í fyrra hafi 19 ára Sýr­lend­ing­ur verið dæmd­ur fyr­ir árás eft­ir að hafa slegið í átt að ísra­elsk­um manni sem var með koll­húfi með belti sínu og kallað gyðing­ur á ar­ab­ísku að hon­um. 

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert