Túristar frá Pétursborg til Múrmansk

Lestin hélt frá St. Pétursborg í dag.
Lestin hélt frá St. Pétursborg í dag. AFP

Fyrsta ferðamanna­lest­in sem fer um þau svæði Rúss­lands sem liggja norðan við heim­skauts­baug var tek­in í gagnið í dag. Hún lagði upp frá St. Pét­urs­borg í vest­ur­hluta Rúss­lands og held­ur norður, til hafn­ar­borg­ar­inn­ar Múrm­ansk á Kóla­skaga, með 91 farþega inn­an­borðs.

„Norður­slóðir heilla alla,“ seg­ir Nurl­an Mukash, fram­kvæmda­stjóri þýskr­ar ferðaskrif­stofu sem stend­ur á bak við verk­efnið, í sam­tali við AFP-frétta­stof­una. Hann seg­ir að ferðamönn­um hafi staðið til boða að ferðast norður fyr­ir heim­skauts­baug í skipu­lögðum ferðum bæði í Kan­ada og Nor­egi, en að slíkt hafi aldrei verið gert áður á rúss­neskri grundu.

Farþegar um borð eru frá sjö ríkjum, þeirra á meðal …
Farþegar um borð eru frá sjö ríkj­um, þeirra á meðal er þessi kona, sem heit­ir Gertruda Cless. AFP

Ferðin sem boðið er upp á tek­ur 11 daga, sam­kvæmt frétt AFP, og munu farþegar fara yfir landa­mær­in til Nor­egs með rútu eft­ir að lest­in staðnæm­ist í Múrm­ansk. Frá Norður-Nor­egi munu farþegar svo annað hvort sigla með skipi niður með strönd­um Nor­egs og alla leið til Ósló­ar ell­egar fljúga til eyj­unn­ar Spits­ber­gen, sem er stærsta eyj­an á Sval­b­arða.

Ferðamenn­irn­ir sem eru með í þess­ari skipu­lögðu för eru sem áður seg­ir 91 tals­ins og koma frá sjö ríkj­um, meðal ann­ars Þýskalandi, Nor­egi, Banda­ríkj­un­um og Rússlandi.

Mukash seg­ir við AFP að von­ir standi til þess að fram­hald verði á lest­ar­ferðum ferðaskrif­stof­unn­ar og að tvær ferðir séu skipu­lagðar á næsta ári og fjór­ar árið 2021.

Úr öðrum matarvagni lestarinnar, sem mun flytja ferðamenn norður fyrir …
Úr öðrum mat­ar­vagni lest­ar­inn­ar, sem mun flytja ferðamenn norður fyr­ir heim­skauts­baug á rúss­neskri grundu. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert