Bandaríska flugfélagið American Airlines hefur hætt við öll flug með Boeing 737 Max-vélum til 3. september en áður hafði flugfélagið greint frá því að hætt yrði við öll flug með 737 Max-vélum til 19. ágúst.
Allar Max-vélar Boeing hafa verið kyrrsettar frá því að farþegaþota þeirrar gerðar í eigu Ethiopian Airlines hrapaði 10. mars sl. Sambærilegt flugslys átti sér stað í Indónesíu í október, en 346 manns létu lífið í flugslysunum tveimur.
Fram kemur í tilkynningu frá American Airlines að þrátt fyrir þetta hafi flugfélagið trú á því að Max-vélarnar fái aftur leyfi til að fljúga. Það verði þegar Boeing hafi uppfyllt kröfur bandaríska flugvélaeftirlitsins og eftirlitsstofnanna víða um heim vegna uppfærslu á hugbúnaði vélanna.
Eins og áður hefur komið fram vinnur Boeing nú að því að uppfæra svokallaðað MCAS-kerfi bili, en það á að koma í veg fyrir að flugvélin ofrísi. Gallar í því kerfi eru taldar ástæður slysanna tveggja.
American Airlines mun því alls fella niður 115 flug en 737 Max-vélarnar voru kyrrsettar í mars. Flugfélagið á 14 vélar af þeirri gerðar.