Johnson hlutskarpastur í fyrstu umferð

Boris Johnson fagnar í dag.
Boris Johnson fagnar í dag. AFP

Fyrstu um­ferð leiðtoga­kjörs breska Íhalds­flokks­ins er lokið. Bor­is John­son, fyrr­ver­andi ut­an­rík­is­ráðherra og borg­ar­stjóri í London, var at­kvæðamest­ur og hlaut 114 at­kvæði frá þeim 313 þing­mönn­um Íhalds­flokks­ins sem hafa at­kvæðis­rétt. Næst­ur kom Jeremy Hunt, nú­ver­andi ut­an­rík­is­ráðherra, með 43 at­kvæði og því næst Michael Gove um­hverf­is­ráðherra sem einnig sótt­ist eft­ir út­nefn­ing­unni árið 2016, með 37 at­kvæði. 

Tíu sótt­ust eft­ir að taka við af Th­eresu May sem formaður Íhalds­flokks­ins og um leið for­sæt­is­ráðherra Bret­lands, en þeir þing­menn, sem ekki náðu sautján at­kvæðum, falla nú úr leik. Var það hlut­skipti Esther McVey, Mark Harper og Andr­eu Leadsom, sem varð önn­ur í kjör­inu 2016 er Th­eresa May varð hlut­skörp­ust.

Þar með er þó ekki sagt að Bor­is John­son hljóti út­nefn­ing­una. Í frétta­skýr­ingu BBC er rifjað upp að Dav­id Dav­is, sem um stund gegndi stöðu Brex­it-ráðherra, hlaut flest at­kvæði í fyrstu um­ferð árið 2005 þegar Dav­id Ca­meron var síðan kjör­inn formaður.

Næsta um­ferð fer fram eft­ir helgi og munu þeir sjö sem eft­ir standa þurfa 33 at­kvæði til að halda velli. Þannig spil­ast leik­ur­inn þar til tveir standa eft­ir og verður þá kosið á milli þeirra í alls­herj­ar­kosn­ingu meðal meðlima Íhalds­flokks­ins en von er á að niðurstaða liggi fyr­ir 22. júlí. Svo gæti þó farið að ekki komi til alls­herj­ar­kosn­ing­ar ef fram­bjóðend­ur, sem telja sig­ur­mögu­leik­ana litla, gef­ist upp. Þannig var Th­eresa May að lok­um sjálf­kjör­in árið 2015 eft­ir að Andrea Leadsom dró sig hlé.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert