Titringur vegna ótta um átök

AFP

Klerka­stjórn­in í Íran sagði í gær að ekk­ert væri hæft í ásök­un­um stjórn­valda í Banda­ríkj­un­um um að hún hefði staðið fyr­ir árás­um á tvö tank­skip í Óman­flóa, ná­lægt Horm­uz-sundi, í fyrra­dag. Árás­irn­ar ollu titr­ingi á ol­íu­mörkuðum þar sem ótt­ast er að spenn­an milli ríkj­anna geti leitt til átaka á þess­ari mik­il­vægu sigl­inga­leið. Rúm­ur þriðjung­ur af allri hrá­ol­íu, sem flutt er með skip­um í heim­in­um, fer um Horm­uz-sund, m.a. um 80% af allri olíu sem flutt er til Jap­ans.

Banda­ríkja­her birti óskýrt svart-hvítt mynd­skeið sem hann sagði sýna að ír­ansk­ir her­menn hefðu fjar­lægt tund­ur­dufl sem fest­ist á öðru tank­skip­anna en sprakk ekki. Her­inn birti einnig ljós­mynd­ir sem virt­ust sýna tund­ur­duflið á skip­inu áður en það var fjar­lægt.

Um mánuði áður höfðu verið gerðar árás­ir á fjög­ur tank­skip und­an strönd Sam­einuðu ar­ab­ísku fursta­dæm­anna. Banda­rísk stjórn­völd sökuðu Írana einnig um þær árás­ir, án þess að leggja fram nein sönn­un­ar­gögn, en klerka­stjórn­in í Teher­an sagði ekk­ert hæft í þeim ásök­un­um.

Rakið til ákvörðunar Trumps

Mike Pom­peo, ut­an­rík­is­ráðherra Banda­ríkj­anna, sagði að banda­rísk stjórn­völd teldu að Íran­ar hefðu ráðist á tank­skip­in tvö í fyrra­dag og að eng­in hreyf­ing­anna í grann­ríkj­um Írans sem njóta stuðnings klerka­stjórn­ar­inn­ar hefði getað gert árás­irn­ar. Pom­peo benti á að Íran­ar hefðu áður hótað að loka Horm­uz-sundi ef þeim yrði meinað að flytja út olíu. Ut­an­rík­is­ráðherr­ann tengdi árás­irn­ar við þá ákvörðun Don­alds Trumps Banda­ríkja­for­seta fyr­ir rúmu ári að draga landið út úr kjarn­orku­samn­ingi sex landa við Íran og setja viðskipta­bann sem varð til þess að ol­íu­út­flutn­ing­ur Írans snar­minnkaði. Á þeim tíma vöruðu frétta­skýrend­ur við því að Trump hefði tekið mikla áhættu með ákvörðun­inni og töldu hana auka hætt­una á átök­um milli herja Írans ann­ars veg­ar og Banda­ríkj­anna, Ísra­els eða Sádi-Ar­ab­íu hins veg­ar.

Ve­fengja yf­ir­lýs­ing­ar Írana

Nokkr­ir frétta­skýrend­ur ve­fengdu yf­ir­lýs­ing­ar klerka­stjórn­ar­inn­ar um að hún hefði ekki staðið fyr­ir árás­un­um. „Árás­irn­ar virðast vera liður í mark­viss­um til­raun­um Írana til að sýna að friður og ör­yggi í fló­an­um er háð efna­hags­stöðug­leika Írans,“ hef­ur The Wall Street Journal eft­ir Ayham Kam­el, sér­fræðingi ráðgjaf­ar­fyr­ir­tæk­is­ins Euras­ia Group í mál­efn­um Mið-Aust­ur­landa.

Ljósmynd sem sýnir skemmdir á öðru tankskipanna og „líklegt tundurdufl“ …
Ljós­mynd sem sýn­ir skemmd­ir á öðru tank­skip­anna og „lík­legt tund­ur­dufl“ (örin t.h.). AFP

Nokkr­ir frétta­skýrend­ur hafa leitt get­um að því að með því að gera slík­ar árás­ir, án þess að sökkva skip­um og valda mann­tjóni, séu Íran­ar að senda þau skila­boð að þeir geti truflað sigl­ing­ar á svæðinu án þess að koma af stað stríði, að sögn frétta­vefjar breska rík­is­út­varps­ins.

Frétta­veit­an AFP hef­ur eft­ir sér­fræðing­um í mál­efn­um Mið-Aust­ur­landa að vax­andi spenna í sam­skipt­um Írans og Banda­ríkj­anna geti orðið til þess að stríðsátök blossi upp fyr­ir slysni. „Veru­leg og vax­andi hætta er á því að at­b­urðirn­ir leiði til átaka,“ hef­ur AFP eft­ir sér­fræðing­um rann­sókna- og ráðgjaf­ar­fyr­ir­tæk­is­ins Capital Economics í Lund­ún­um. „Ekki þarf meira en yf­ir­sjón eða mis­skil­in skila­boð til að koma af stað átök­um. Og þegar árás­un­um fjölg­ar eykst hætt­an á því að það ger­ist.“

Harðlínu­menn and­víg­ir viðræðum

Frétta­skýr­andi The Washingt­on Post bend­ir á að ef megi rekja árás­irn­ar til vax­andi tog­streitu milli emb­ætt­is­manna í Íran sem vilja samn­ingaviðræður við Vest­ur­lönd og harðlínu­manna sem eru and­víg­ir þeim. Á meðal hinna síðar­nefndu eru stjórn­end­ur Bylt­ing­ar­varðar­ins, úr­vals­sveita sem Ru­hollah Khomeini erkiklerk­ur stofnaði eft­ir bylt­ing­una í Íran 1979.

Dufl fjarlægt? Úr myndskeiði sem sagt er sýna að tundurdufl …
Dufl fjar­lægt? Úr mynd­skeiði sem sagt er sýna að tund­ur­dufl hafi verið fjar­lægt. AFP

Bát­ur­inn sem sést á mynd­skeiðinu frá Banda­ríkja­her lík­ist bát­um í flota Bylt­ing­ar­varðar­ins sem hef­ur verið efld­ur mjög á síðustu árum og að miklu leyti tekið við hlut­verki sjó­hers Írans. Bylt­ing­ar­vörður­inn not­ar meðal ann­ars marga hraðskreiða báta sem eru með tund­ur­dufl, flug­skeyti, tund­ur­skeyti og dróna, að því er fram kem­ur á frétta­vef BBC.

Bylt­ing­ar­vörður­inn heyr­ir und­ir æðsta leiðtoga Írans, Ali Khamenei erkiklerk. Árás­irn­ar í fyrra­dag voru gerðar nokkr­um klukku­stund­um áður en Khamenei átti fund með Shinzo Abe, for­sæt­is­ráðherra Jap­ans, sem fór til Teher­an í því skyni að reyna að hafa milli­göngu um samn­ingaviðræður milli Banda­ríkj­anna og Írans. Sú til­raun virðist hafa verið dauðadæmd frá upp­hafi því að Khamenei sagði á fund­in­um að hann léði ekki máls á nein­um viðræðum við stjórn Trumps. For­set­inn sagði einnig á Twitter að hann teldi að of snemmt væri að hefja viðræður við Írana. „Þeir eru ekki til­bún­ir í viðræður og ekki við held­ur!“ skrifaði hann.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert