Umdeild byssa van Gogh seld á 23 milljónir

Skammbyssa sem hollenski listmálarinn Vincent van Gogh kann að hafa notað til að binda enda á eigið líf var seld á uppboði í París í Frakklandi. Hæsta boðið í ryðguðu byssuna var 162.500 evrur, eða sem nemur rúmum 23 milljónum króna.

Byssan var metin á um 60 þúsund evrur og seldist því á um þrefalt hærra verði. Boðið barst í gegnum síma og er kaupandinn því óþekktur einkasafnari.

Bóndi fann byssuna árið 1965 í grennd við gistiheimili í þorpi sem van Gogh eyddi síðustu dögum ævi sinnar. Van Gogh-stofnunin fordæmdi uppboðið, sem hefur talist afar umdeilt. Stofnunin fullyrðir að engin sönnunargögn bendi til að van Gogh hafi notað byssuna og uppboðið væri aðeins haldið í þeim tilgangi að hagnast á mannlegum harmleik sem eigi skilið meiri virðingu.

Byssa sem talið er að Van Gogh hafi notað til …
Byssa sem talið er að Van Gogh hafi notað til að binda á eigið líf var metin á um 60 þúsund evrur en seldist á um þrefalt hærra verði. Boðið barst í gegnum síma og er kaupandinn því óþekktur einkasafnari. AFP

 Fyrirtækið sem stóð að uppboðinu viðurkennir að ekki er hægt að fullyrða með óyggjandi hætti að van Gogh hefði notað byssuna en að aldursgreining á henni sýnir fram á að hún passar við þá dagsetningu sem málarinn fyrirfór sér, í júlí 1890. Byssan hefur áður verið til sýnis á Van Gogh-safninu í Amsterdam.

Van Gogh á að hafa fengið byssuna í láni frá eiganda gistiheimilisins. Byssan, sem er af gerðinni Lefaucheux, er smágerð og lést Gogh af sárum sínum eftir að hafa skotið sig í bringuna. Kúlan sem var fjarlægð úr bringu málarans var af sömu gerð og notuð er í byssuna sem seld var á uppboðinu, með 7 millimetra hlaupvídd.

Frétt BBC

Byssan er frá því á síðari hluta 19. aldar.
Byssan er frá því á síðari hluta 19. aldar. AFP
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert