Donald Trump Bandaríkjaforseti hætti við loftárásir gegn þremur skotmörkum í Íran tíu mínútum áður en þær áttu að hefjast. Þetta fullyrðir hann í færslu á Twitter.
„Þegar ég spurði hversu margir myndu láta lífið í árásunum var svarið frá hershöfðingjanum 150. 10 mínútum áður en árásirnar áttu að hefjast stöðvaði ég þær þar sem þær eru ekki í samræmi við að skjóta niður ómannaðan dróna,“ segir m.a. í færslu Trump.
....Death to America. I terminated deal, which was not even ratified by Congress, and imposed strong sanctions. They are a much weakened nation today than at the beginning of my Presidency, when they were causing major problems throughout the Middle East. Now they are Bust!....
— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) June 21, 2019
....proportionate to shooting down an unmanned drone. I am in no hurry, our Military is rebuilt, new, and ready to go, by far the best in the world. Sanctions are biting & more added last night. Iran can NEVER have Nuclear Weapons, not against the USA, and not against the WORLD!
— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) June 21, 2019
Trump segir jafnframt að ekkert liggi á, Bandaríkjaher sé ungur og reiðubúinn þegar kallið kemur. Forsetinn efast ekki um að sinn her sé sá besti í heimi.
Trump segist ætla að auka á refsiaðgerðir í garð íranskra stjórnvalda í kjölfar viðburða síðustu daga, það er þegar Íranar skutu niður bandarískan njósnadróna í fyrrakvöld.