„Hækkið skatt á okkur!“

George Soros er einn þeirra sem standa að bréfinu.
George Soros er einn þeirra sem standa að bréfinu. AFP

20 banda­rísk­ir millj­arðarmær­ing­ar sendu skýr skila­boð til vongóðra for­setafram­bjóðenda í dag með því að hvetja fram­bjóðend­ur til að hækka skatta á banda­ríska auðstétt svo að hægt sé að leggja aukið fjár­magn í aðgerðir gegn lofts­lags­vánni og öðrum for­gangs­mál­um.

„Banda­rík­in bera siðferðis­lega og efna­hags­lega ábyrgð á því að skatt­leggja auð okk­ar meira,“ sagði hóp­ur­inn, en að hon­um standa auðmenn á borð við Geor­ge Soros, Face­book-meðstofn­and­ann Chris Hug­hes, af­kom­end­ur Walt Disney og eig­end­ur hót­elkeðjunn­ar Hyatt.

„Auðlegðarskatt­ur gæti hjálpað okk­ur að berj­ast við ham­fara­hlýn­un, bætt hag­kerfið, bætt heilsu­far, skapað sann­gjörn tæki­færi og styrkt lýðræðis­legt frelsi. Að koma á auðlegðarskatti er í þágu lýðveld­is okk­ar.“

Þá var einnig vak­in at­hygli á því að millj­arðarmær­ing­ur­inn War­ren Buf­fet hafi eitt sinn haft það á orði að hann borgi hlut­falls­lega lægri skatta en aðstoðar­kona hans.

Í bréf­inu má sjá þver­póli­tísk­an stuðning við auðlegðarskatt og kem­ur þar fram að „sum­ar hug­mynd­ir eru of mik­il­væg­ar fyr­ir Banda­rík­in til að vera aðeins hluti af stefnu­mál­um nokk­urra fram­bjóðenda.“

Þá var þing­kon­unni El­iza­beth War­ren lofað tölu­vert fyr­ir til­lögu sína um að hækka skatta á þá sem hafa til­tekn­ar tekj­ur, en til­lag­an myndi hafa áhrif á 75.000 auðug­ustu fjöl­skyld­ur Banda­ríkj­anna.

Und­ir bréfið skrifuðu 18 ein­stak­ling­ar í for­svari fyr­ir 11 fjöl­skyld­ur auk eins nafn­laus ein­stak­lings.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert