Gátu ekki sofið fyrir hungri

AFP

Hundruð flótta­barna er haldið vik­um sam­an án þess að þau hafi aðgang að sápu, hrein­um föt­um eða viðun­andi fæði. Þetta staðfesta banda­rísk yf­ir­völd við New York Times.

Talið er að ástandið sé komið að þol­mörk­um hvað varðar aðstæður í landa­mæra­búðum sem eru yf­ir­full­ar.

Hóp­ur lög­fræðinga fékk aðgang að landa­mæra­stöðinni í bæn­um  Cl­int, í Texas ný­verið. Þar sáu þeir börn niður í átta ára ann­ast yngri börn, jafn­vel nokk­urra mánaða göm­ul börn sem voru ekki sinni með bleyj­ur. Börn­in greindu lög­fræðing­un­um frá því að þau gætu ekki sofið á nótt­unni vegna hung­urs.

Þrátt fyr­ir að ekki séu svo marg­ir í landa­mæra­stöðinni, að minnsta kosti miðað við þann fjölda sem fer um rík­is­mörk­in á hverj­um mánuði eru lýs­ing­ar lög­fræðing­anna afar slá­andi, seg­ir í frétt New York Times. Hingað til hef­ur þess­um upp­lýs­ing­um verið haldið frá banda­rísk­um al­menn­ingi. 

AFP

Hún hverf­ur ekki úr huga lög­manns­ins W. War­ren Bin­for minn­ing­in um börn­in í Cl­int eft­ir að hún heim­sótti búðirn­ar ný­verið. Mynd af 15 ára gam­alli móður með lítið barn atað í hor. Al­veg sam­an hvað hún reyndi að þvo föt barns­ins í vask­in­um - þau urðu ekki hrein. Enda enga sápu að fá til þess að þrífa fatnað eða börn­in. Skipti engu að barnið væri veikt. Hún reyndi að finna mat fyr­ir barnið en ekk­ert slíkt var í boði. Eina sem þau fengu að borða var haframjöl að morgni, bollasúpa í há­deg­inu og frosið burrito í kvöld­mat. „Hvern ein­asta dag,“ seg­ir Bin­ford í sam­tali við Washingt­on Post. Fullt vöru­hús af skít­ug­um börn­um sem höfðu ekki þvegið sér dög­um sam­an. Mörg með lýs og in­flú­ensu. Börn sinntu bör­un­um.

Yf­ir­völd í rík­inu segja að fjöldi flótta­fólks sé slík­ur að þau ráði ekki leng­ur við ástandið. Talskona heil­brigðis­eft­ir­lits og mannúðar­mála tengdu flótta­fólki,  Depart­ment of Health and Hum­an Services’s Office of Refu­gee Re­sett­lement, Evelyn Stauf­fer, seg­ir í sam­tali við NYT að ógn blasi við landa­mæri Banda­ríkj­anna í suðri. Skrif­stof­an ann­ast vist­un barna eft­ir að þau eru flutt frá tíma­bundn­um bú­setu­úr­ræðum á landa­mær­un­um. 

AFP

Hún seg­ir að skrif­stof­an hafi ásamt varn­ar-, dóms- og inn­an­rík­is­ráðuneyt­inu óskað eft­ir 4,5 millj­arða Banda­ríkja­dala fjár­veit­ingu til þess að geta ann­ast um sí­fellt stækk­andi hóp barna sem er í skýl­un­um. „Við get­um ekki lýst því hversu brýn þörf­in er,“ seg­ir hún. 

Lög­fræðing­arn­ir heim­sóttu Cl­int 17. júní og var það að fengn­um úr­sk­urði dóm­ara eft­ir langt og strangt ferli í rétt­ar­kerf­inu. Þegar þeir komu og sáu við hvaða aðstæður börn­in bjuggu tóku þeir þegar til við að berj­ast fyr­ir bætt­um hag barn­anna. 

Að sögn Stauf­fer voru 249 börn flutt inn í bú­setu­úr­ræði á veg­um flótta­manna­hjálp­ar­inn­ar og ein­hver þeirra voru send í tjald­búðir í El Paso.

Meðal þess sem börn­in skort­ir eru bleyj­ur, hrein föt og tann­burst­ar. Boðað hef­ur verið til mót­mæla í Cl­int í kvöld en svo virðist sem fólk ætli að koma þangað víða að, sam­kvæmt frétt NYT. 

Hrein föt er munaður sem börnunum í Clint býðst ekki.
Hrein föt er munaður sem börn­un­um í Cl­int býðst ekki. AFP

Smá­börn­in sem eru í Cl­int-búðunum hafa annað hvort verið aðskil­in frá for­eld­um sín­um eða eru börn ung­lings­stúlkna sem einnig er haldið á sama stað. Ein­hver barn­anna hafa verið þarna í einn mánuð.

Lög­menn­irn­ir ræddu bæði við blaðamenn Associa­ted Press og New York Times og segja að börn­in hafi ekki aðgang að kló­sett­um, sáp­um, tann­burst­um og tann­kremi. Mörg þeirra voru enn í sömu skít­ugu föt­un­um og þau höfðu verið í þegar þau komu til lands­ins nokkr­um vik­um fyrr. Ekki er ætl­un­in að þau dvelji jafn lengi og raun ber vitni í Cl­int en vegna þess að öll skýli eru full þá hafi ekki verið hægt að senda þau annað. 

Frétt KVIA

Frétt CBS

Frétt Washingt­on Post

Börn sem eru í búðunum hafa mörg hver verið aðskilin …
Börn sem eru í búðunum hafa mörg hver verið aðskil­in frá for­eldr­um og öðrum full­orðnum ætt­ingj­um. AFP
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert