Annar „mögulegur galli“ í Max-vélum

Starfsmenn fyrir framan Boeing 737 MAX-flugvél í mars síðastliðnum í …
Starfsmenn fyrir framan Boeing 737 MAX-flugvél í mars síðastliðnum í Washington. AFP

Bandarísk flugmálayfirvöld segjast hafa uppgötvað nýjan „mögulegan galla“ í Boeing 737 Max-flugvélunum. Fyrir vikið er aukin óvissa um það hvenær hægt verður að nota vélarnar á nýjan leik.

Hundruð fórust eftir að tvær flugvélar af tegundinni Boeing 737 Max hröpuðu til jarðar með nokkurra mánaða millibili. Síðan þá hafa allar Max-vélar Boeing verið kyrrsettar.  

Flugmálayfirvöld „munu aflétta banni við notkun vélanna þegar við teljum það vera öruggt,“ sagði í svari stofnunarinnar.

„FAA [flugmálayfirvöldin] fundu nýlega mögulegan galla sem Boeing þarf af takast á við.“

Í frétt CNN um málið kemur fram að þessi mögulegi galli sé í tölvukerfi vélanna og getur hann valdið því að þær þrýstist niður á við.

Frétt CNN um málið 



mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert