Bandarísk flugmálayfirvöld segjast hafa uppgötvað nýjan „mögulegan galla“ í Boeing 737 Max-flugvélunum. Fyrir vikið er aukin óvissa um það hvenær hægt verður að nota vélarnar á nýjan leik.
Hundruð fórust eftir að tvær flugvélar af tegundinni Boeing 737 Max hröpuðu til jarðar með nokkurra mánaða millibili. Síðan þá hafa allar Max-vélar Boeing verið kyrrsettar.
Flugmálayfirvöld „munu aflétta banni við notkun vélanna þegar við teljum það vera öruggt,“ sagði í svari stofnunarinnar.
„FAA [flugmálayfirvöldin] fundu nýlega mögulegan galla sem Boeing þarf af takast á við.“
Í frétt CNN um málið kemur fram að þessi mögulegi galli sé í tölvukerfi vélanna og getur hann valdið því að þær þrýstist niður á við.
Exclusive: The FAA says it recently found a potential risk on the 737 MAX aircraft that Boeing must address before it can return to service https://t.co/yJOKo2kbM1 pic.twitter.com/1Xqmxm51P0
— Reuters Top News (@Reuters) June 26, 2019
A new flaw has been discovered in the computer system for the Boeing 737 Max that could push the plane downward, two sources say. It's an issue that is expected to further delay the aircraft's return to service, they added https://t.co/mj1crVM1j5
— CNN (@CNN) June 26, 2019