Lagarde yfir Evrópska seðlabankann

Christine Lagarde, næsti forseti Evrópska seðlabankans.
Christine Lagarde, næsti forseti Evrópska seðlabankans. AFP

Christ­ine Lag­ar­de, fram­kvæmda­stjóri Alþjóðagjald­eyr­is­sjóðsins, hef­ur verið skipuð for­seti Evr­ópska seðlabank­ans og mun víkja tíma­bundið úr stöðu sinni hjá Alþjóðagjald­eyr­is­sjóðnum af þeim sök­um. Þetta ligg­ur fyr­ir nú þegar að leiðtog­ar aðild­ar­ríkja Evr­ópu­sam­bands­ins hafa kom­ist að niður­stöðu um hverj­ir taka við æðstu embætt­um sam­bands­ins.

Leiðtogaráð Evr­ópu­sam­bands­ins hef­ur fundað stíft síðustu daga til að kom­ast að niður­stöðu um hverj­ir skuli taka við stjórn þess næstu fimm árin, í kjöl­far Evr­ópuþing­kosn­inga í vor.

Odd­vita­fyr­ir­komu­lagið sniðgengið

Ursula von der Leyen, varn­ar­málaráðherra Þýska­lands, verður næsti for­seti fram­kvæmda­stjórn­ar Evr­ópu­sam­bands­ins, fyrst kvenna, en hún tek­ur þá við af Jean-Clau­de Juncker, að því gefnu að Evr­ópuþingið samþykki til­nefn­ingu henn­ar.

Embættið er annað tveggja valda­mestu inn­an sam­bands­ins ásamt for­seta leiðtogaráðsins. Char­les Michel, for­sæt­is­ráðherra Belg­íu og meðlim­ur banda­lags frjáls­lyndra (Renew Europe, áður ALDE) mun láta af embætti og taka við sem for­seti leiðtogaráðsins af Pól­verj­an­um Don­ald Tusk sem læt­ur af störf­um 1. nóv­em­ber.

Josep Bor­ell, ut­an­rík­is­ráðherra Spán­ar og jafnaðarmaður, verður ut­an­rík­is­stjóri í nýrri fram­kvæmda­stjórn og tek­ur við af Ítal­an­um Federicu Mog­her­ini.

Ursula von der Leyen, næsti forseti framkvæmdastjórnar ESB, kemur úr …
Ursula von der Leyen, næsti for­seti fram­kvæmda­stjórn­ar ESB, kem­ur úr röðum Kristi­lega demó­krata­flokks Ang­elu Merkel. Hún er fyrsta kon­an til að gegna öðru tveggja mik­il­væg­ustu embætta sam­bands­ins. AFP

Ákvörðunin um að skipa von der Leyen kem­ur mörg­um í opna skjöldu, ekki síst vegna þess að von der Leyen var ekki odd­viti neins banda­lags í Evr­ópuþing­kosn­ing­un­um í maí, en sam­kvæmt Lissa­bon-sátt­mál­an­um ber leiðtogaráðinu að hafa niður­stöður kosn­ing­anna til hliðsjón­ar við skip­an fram­kvæmda­stjórn­ar­inn­ar. Buðu flokka­banda­lög­in á þing­inu enda fram sína odd­vita (spitzenk­andi­dat) til starfs­ins, sam­kvæmt odd­vita­fyr­ir­komu­lag­inu svo­kallaða.

Svo gæti farið að Evr­ópuþingið hafni út­nefn­ingu von der Leyen og mun málið þá senni­lega enda á borði leiðtogaráðsins á ný. Evr­ópuþing­menn hafa marg­ir hverj­ir, frá því odd­vita­fyr­ir­komu­lagið var tekið upp árið 2014, lagt mikla áherslu á að leiðtogaráðið virði það og skipi einn af odd­vit­um flokka­banda­lag­anna í embættið.

Þá verður niðurstaðan að telj­ast von­brigði fyr­ir frjáls­lynda banda­lagið og Dani, en von­ir höfðu verið bundn­ar við að Mar­gret­he Vesta­ger, sam­keppn­is­stjóri ESB, yrði skipuð næsti for­seti fram­kvæmda­stjórn­ar­inn­ar. Þess í stað verður hún vara­for­seti fram­kvæmda­stjórn­ar­inn­ar.

Vesta­ger þykir hafa staðið sig feiki­vel í aðgerðum gegn skipu­lögðum skattsvik­um stór­fyr­ir­tækja og hafði Mette Frederik­sen, nýr for­sæt­is­ráðherra Dan­merk­ur, lýst yfir stuðningi við hana þótt Vesta­ger sé ekki jafnaðarmaður, líkt og for­sæt­is­ráðherr­ann, held­ur til­heyri banda­lagi frjáls­lyndra, Renew Europe (áður ALDE).

Vesta­ger var áður viðskiptaráðherra Dan­merk­ur í rík­is­stjórn Helle-Thorn­ing Schmidt og sat á þingi fyr­ir miðju­flokk­inn Radikale Ven­stre.

Ekki samstaða um Timmerm­ans 

Leiðtoga­fund­ur Evr­ópu­sam­bands­ins hófst um helg­ina, en hann sækja ým­ist for­set­ar eða for­sæt­is­ráðherr­ar aðild­ar­ríkja eft­ir stjórn­skip­an hvers lands. Í fyrstu var talið að Frans Timmerm­ans, leiðtogi jafnaðarmanna í þing­kosn­ing­un­um og fram­bjóðandi þeirra í embættið, yrði skipaður for­seti fram­kvæmda­stjórn­ar­inn­ar en ekki náðist sam­komu­lag um það vegna and­stöðu nokk­urra ríkja, einkum Aust­ur-Evr­ópu­ríkja sem vildu sjá full­trúa hægri­banda­lags­ins, EPP, yfir fram­kvæmda­stjórn­inni.

Hægri­banda­lagið hef­ur ráðið lög­um og lof­um inn­an sam­bands­ins und­an­far­in ár en á nýliðnu kjör­tíma­bili komu for­set­ar fram­kvæmda­stjórn­ar­inn­ar, leiðtogaráðsins og Evr­ópuþings­ins all­ir úr þeirra röðum, eft­ir að jafnaðarmaður­inn Mart­in Schulz lét af störf­um sem þing­for­seti á miðju kjör­tíma­bili til að taka þátt í póli­tík­inni heima í Þýskalandi.

Nýtt þing Evrópusambandsins var sett í dag eftir þingkosningar í …
Nýtt þing Evr­ópu­sam­bands­ins var sett í dag eft­ir þing­kosn­ing­ar í maí. Lagt var upp með að leiðtogaráðið kæmi sér sam­an um út­nefn­ingu emb­ætt­is­manna áður en að því kæmi. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert