Segir ályktun Íslands „klikkaða“

Rodrigo Duerte, forseti Filippseyja, tjáði sig stuttlega um ályktunina áður …
Rodrigo Duerte, forseti Filippseyja, tjáði sig stuttlega um ályktunina áður en atkvæðagreiðsla fór fram. AFP

Forseti Filippseyja segir ályktun Íslands um ítarlega úttekt á stríðinu gegn fíkniefnum í landinu „klikkaða“, en Ísland lagði ályktunina fyrir Mannréttindaráð Sameinuðu þjóðanna í dag þar sem hún var samþykkt með 18 atkvæðum gegn 14, en 15 lönd sátu hjá við atkvæðagreiðsluna.

Rodrigo Duerte, forseti Filippseyja, tjáði sig stuttlega um ályktunina áður en atkvæðagreiðsla fór fram og sagði hana klikkaða. Hann vildi þó ekki útiloka að starfsfólki SÞ yrði hleypt inn í landið.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert