Samningnum rift til að skaprauna Obama

Fyrrverandi sendiherra Bretlands í Bandaríkjunum lýsti ákvörðuninni sem „diplómatísku skemmdarverki“.
Fyrrverandi sendiherra Bretlands í Bandaríkjunum lýsti ákvörðuninni sem „diplómatísku skemmdarverki“. AFP

Donald Trump tók ákvörðun um að segja Bandaríkin úr kjarnorkusamkomulaginu við Íran til þess að skaprauna Barack Obama, forvera hans í forsetaembættinu, samkvæmt minnisblaði sem lekið hefur verið í fjölmiðla.

Minnisblað þetta ritaði fyrrverandi sendiherra Bretlands í Bandaríkjunum, sem lýsti ákvörðuninni sem „diplómatísku skemmdarverki“.

Talið er að minnisblaðið hafi verið ritað eftir að þáverandi utanríkisráðherra Breta, Boris Johnson, þrábað Bandaríkin að halda sig við samninginn. Greint er frá málinu hjá BBC.

Talsvert hefur verið um leka á hinum ýmsu gögnum frá breskum embættismönnum, og hefur breska lögreglan meðal annars varað við því að leynileg gögn verði birt.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka