Bylgja ölvunarmála hjá SAS

Þrjú mál sem snúa að áfengisneyslu áhafna SAS hafa komið …
Þrjú mál sem snúa að áfengisneyslu áhafna SAS hafa komið upp á 40 dögum, öll á Sola-flugvellinum við Stavanger. Í tveimur tilfellum var um starfsmenn írska verktakans CityJet að ræða. SAS og lögregla segjast líta málin mjög alvarlegum augum. AFP

Flugi skandi­nav­íska flug­fé­lags­ins SAS frá Stavan­ger til Ósló­ar í Nor­egi seinkaði um fimm klukku­stund­ir í gær­morg­un eft­ir að önd­un­ar­sýni leiddi í ljós að flugmaður, sem var við það að fara í loftið frá alþjóðaflug­vell­in­um í Sola, ná­granna­bæ Stavan­ger, sem al­mennt er þó vísað til sem flug­vall­ar Stavan­ger, var ekki í ástandi til að stjórna flug­vél svo ör­uggt mætti telj­ast.

Slík mál koma upp með reglu­legu milli­bili en milli­bilið verður þó æ óreglu­legra hvað Stavan­ger-flug­völl­inn snert­ir, þetta er þriðja önd­un­ar­sýn­istil­fellið á 40 dög­um sem verður til þess að ein­hver úr áhöfn þar á vell­in­um þarf frá að hverfa.

Flugmaður­inn í gær er starfsmaður írska lággjalda­flug­fé­lags­ins CityJet sem leig­ir SAS áhafn­ir, en 11. júní kom sams kon­ar mál upp og var þá um að ræða flug­mann sem var starfsmaður SAS. Var hann svipt­ur flug­skír­teini sínu, málið sem upp kom í gær­morg­un verður hins veg­ar rekið hjá írska fyr­ir­tæk­inu, að sögn Kar­in Nym­an, upp­lýs­inga­full­trúa SAS, sem norska dag­blaðið VG ræðir við í dag.

Biður viðskipta­vini af­sök­un­ar

Þriðja málið kom svo upp 8. júlí þegar flug­freyja í flugi SAS frá Sola-flug­vell­in­um til Kaup­manna­hafn­ar lenti í úr­taki fyr­ir önd­un­ar­sýni og mæl­ing­in gaf til kynna áfengi í blóði. Var þar einnig um starfs­mann CityJet að ræða og seg­ir Victoria Hill­veg í suðvest­urum­dæmi lög­regl­unn­ar í sam­tali við Stavan­ger Af­ten­blad, sem rek­ur læsta áskrift­arþjón­ustu, að þar á bæ sé málið litið mjög al­var­leg­um aug­um.

Nym­an upp­lýs­inga­full­trúi seg­ir flug­fé­lagið biðja viðskipta­vini sína inni­legr­ar af­sök­un­ar, SAS hafi núll­umb­urð (n. nulltoller­an­se) gagn­vart áfeng­is­notk­un starfs­manna sem áhrif hafi inn á vinnu­tíma viðkom­andi. „Það er ákaf­lega al­var­legt fyr­ir fé­lagið þegar viðlíka mál koma upp,“ seg­ir Nym­an við VG.

Af­ten­posten hef­ur einnig fjallað um mál­in.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert