Knox biður um pening fyrir geimbrúðkaup

Amanda Know talar á viðburði á Ítalíu í júní.
Amanda Know talar á viðburði á Ítalíu í júní. AFP

Hin banda­ríska Am­anda Knox sem árið 2015 var sýknuð af ákæru um að hafa myrt breskan herbergisfélaga sinn Meredith Kercher á Ítal­íu árið 2007, biður nú vini og vandamenn um aðstoð til að fjármagna brúðkaup sitt. 

Knox og unnusti hennar, Christopher Robinson, hafa stofnað vefsíðu þar sem þau leitast eftir fjárstuðningi fyrir brúðkaup sitt. Munu þau hafa nokkuð óvanalegar fyrirætlanir fyrir brúðkaupið, en draumur þeirra er að hafa geimþema í brúðkaupinu og bjóða meðal annars upp á „ýktan geimverumat.“ Þá ætla þau að klæða sig upp í furðulega búninga og hafa ýmiskonar leikmuni innan handar þegar þau verða gefin saman.  

„Við þurfum ekki fleiri hluti, segir parið á vefsíðu sinni. ,Það sem við þurfum þó er hjálp til að halda besta partý frá upphafi fyrir vini okkar og fjölskyldu!“

Knox sneri aftur til Ítalíu í síðasta mánuði í fyrsta sinn síðan hún var látin laus úr fangelsi árið 2011. Samkvæmt vefsíðu parsins var tíminn til að skipuleggja Ítalíuferðina naumur og þurftu þau að nýta peninginn sem átti að fara í brúðkaupsveisluna. 

Parið vonast nú til þess að stuðningsmenn Knox, vinir og fjölskylda hjálpi þeim að fjármagna ýmislegt til veislunnar. Má þar meðal annars nefna opinn bar, gagnvirkt spunaleikhús, tæknibrellur og ýmislegt annað sem sjá má nánar hér.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert