Felldu byssumann í Kaliforníu

AFP

Byssumaður, sem talinn er hafa staðið fyrir árás á matarmarkað í Kaliforníu-ríki í Bandaríkjunum gær, hefur verið skotinn til bana af lögreglunni.

Fram kemur í frétt AFP að skotárásin hafi átt sér stað á hvítlaukshátíð í borginni Gilroy í norðurhluta ríkisins og hafi kostað þrjá lífið auk árásarmannsins.

Haft er eftir lögreglunni að lögreglumenn hafi skipst á skotum við árásarmanninn í innan við mínútu og að hann hafi orðið fyrir skotum og látið lífið.

Leit stendur yfir að mögulegum vitorðsmanni árásarmannsins. Hvítlaukshátíðin í Gilroy er ein af stærstu árlegu matarhátíðum Bandaríkjanna.

Vitni segja að árásarmaðurinn hafi verið hvítur karlmaður á fertugsaldri vopnaður riffli sem hafi gengið um og skotið í allar áttir.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert