Hröpuðu til bana í Noregi

Trollveggen í Rauma í Mæri og Raumsdal, hæsta lóðrétta fjallshlíð …
Trollveggen í Rauma í Mæri og Raumsdal, hæsta lóðrétta fjallshlíð Evrópu. Ljósmynd/Wikipedia.org/Simo Räsänen

Upp úr há­degi í dag barst lög­regl­unni í Mæri og Raumsdal til­kynn­ing um tvo tékk­neska klettaklifr­ara sem ekk­ert hafði heyrst frá, en þeir höfðu ætlað að hafa sam­band við aðstand­end­ur sína á laug­ar­dag­inn.

Var leit­arþyrla þegar gerð út frá Ørland­et og leit haf­in við Troll­veggen, sem vitað var að menn­irn­ir ætluðu að klífa, en þar er um að ræða hæstu lóðréttu fjalls­hlíð í Evr­ópu, alls 1.700 metra háa og þúsund metr­ar af henni al­veg þver­hnípt­ir sem ger­ir þetta nátt­úru­fyr­ir­bæri í fjall­lendi Raums­dals að kjör­lendi klettaklifr­ara.

„Þyrl­an er besta verk­færið sem stend­ur til boða við aðstæður sem þess­ar. Hún kemst hins veg­ar ekki al­veg upp að berg­inu vegna grjót­hruns sem oft er frá því,“ sagði Kjetil Hagen, stjórn­andi björg­un­araðgerða á svæðinu, við norska rík­is­út­varpið NRK í dag.

Ekki áhlaupa­verk að kom­ast að þeim

Lög­regla fann bif­reið klifr­ar­anna fljót­lega og það var klukk­an 15:30 að norsk­um tíma, 13:30 á Íslandi, í dag að áhöfn þyrlunn­ar kom auga á tvo hreyf­ing­ar­lausa lík­ama við ræt­ur Troll­veggen og þótti þá ljóst hvers kyns var, enda höfðu menn­irn­ir ekki haft sam­band við aðstand­end­ur sína síðan fyr­ir helgi, en klif­ur­leiðang­ur­inn hófst á fimmtu­dag­inn.

Ekki er hins veg­ar hlaupið að því að kom­ast að klifrur­un­um til að flytja jarðnesk­ar leif­ar þeirra til byggða. „Þetta er mjög krefj­andi aðgerð sem verður að fara fram í dags­birtu og þurru veðri. Við ætl­um að meta það á morg­un hvort þá verði unnt að sækja þá,“ sagði Bor­ge Amdam, aðgerðastjóri lög­regl­unn­ar í Mæri og Raumsdal, við dag­blaðið VG í dag.

„Veðrið hef­ur verið ágætt núna upp á síðkastið svo nú þurf­um við bara að krossa fing­urna og vona að það hald­ist gott á morg­un,“ sagði Amdam enn frem­ur.

Dagsa­visen

TV2

Adressa

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert