Ísraelskir ferðamenn, sem voru leystir úr varðhaldi á Kýpur í gær eftir að hafa verið sakaðir um nauðgun, hyggjast lögsækja breska konu sem sakaði þá um glæpinn. Lögfræðingur mannanna staðfesti þetta í samtali við AFP-fréttastofuna.
Tólf Ísraelar voru handteknir um miðjan mánuðinn eftir að 19 ára breskur ferðalangur sagði að sér hefði verið nauðgað á hóteli á Ayia Napa.
Fimm mannanna voru látnir lausir í síðustu viku og hinir sjö í gær. Samkvæmt heimildum AFP átti þá konan ákæru yfir höfði sér vegna falskra ásakana.
Lögmaðurinn Yaniv Habari sagði að skjólstæðingar hans myndu „lögsækja þá sem stæði á bak við þessar fölsku ásakanir sem leiddi til þess að þeir voru í varðhaldi“.
„Við munum fara fram á skaðabætur,“ sagði lögfræðingurinn.
Breska konan var leidd fyrir dómara í dag vegna málsins.