Öllum brottförum frá alþjóðaflugvellinum Hong Kong International hefur verið aflýst í dag, en mótmælt hefur verið á flugvellinum fjóra daga í röð. Þúsundir mótmælendur hafa safnast saman í komusal flugvallarins.
Mótmæli á flugvellinum hafa verið friðsamleg og í gær höfðu engar fregnir hafa borist af handtökum á flugvellinum og eins hafði flugumferð verið án nokkurra truflana.
Í yfirlýsingu frá flugvallaryfirvöldum í Hong Kong segir hins vegar að mótmælin á flugvellinum hafi valdið „alvarlegum truflunum“. Öllu flugi sem ekki hafi verið þegar búið að innrita í hafi því verið aflýst. Mæla yfirvöld því með því fólk haldi ekki út á flugvöllinn, en að þeim vélum sem þegar eru á leið til Hong Kong verði leyft að lenda.
Margir þeirra sem taka þátt í mótmælunum eru gagnrýnir á aðgerðir lögreglu sem í gær náðist á mynd beita táragasi og skjóta gúmmíkúlum á fólk í návígi.
Það náðist til að mynda á mynd er lögregla í Hong Kong gerði áhlaup á lestarstöðvar í borginni í gær og beitti táragasi til að reyna að koma mótmælendum þaðan út. Greindi BBC frá því að myndbandsupptaka sem tekin var á Tai Koo-lestarstöðinni sýndi lögreglumenn skjóta því sem virðast vera gúmmíkúlur á fólk úr návígi. Þá sjáist nokkrir lögreglumenn einnig berja fólk með kylfum í rúllustiga lestarstöðvarinnar.
Margir þeirra sem taka þátt í mótmælunum eru gagnrýnir á aðgerðir lögreglu sem í gær náðist á mynd beita táragasi og beita skotvopnum, sem ekki eru bannvæn, í návígi.
Það náðist til að mynda á mynd er lögregla í Hong Kong gerði áhlaup á lestarstöðvar í borginni í gær og beitti táragasi til að reyna að koma mótmælendum þaðan út. Greindi BBC frá því að myndbandsupptaka sem tekin var á Tai Koo-lestarstöðinni sýndi lögreglumenn skjóta því sem virðast vera gúmmíkúlur á fólk úr návígi. Þá sjáist nokkrir lögreglumenn einnig berja fólk með kylfum í rúllustiga lestarstöðvarinnar.
Í Wan Chai-hverfinu var bensínsprengjum og múrsteinum kastað í lögreglu sem svaraði með því að gera áhlaup á mótmælendur. Segir BBC fjölda manns, bæði lögreglumenn og almenna borgara, hafa særst í átökunum.
Ekkert lát virðist hins vegar vera á mótmælunum sem upphaflega hófust í tengslum við umdeilt lagafrumvarp, en sem nú hafa staðið yfir í rúma tvo mánuði.
Fréttin hefur verið uppfærð.