Vilja herða landamæraeftirlit að Svíþjóð

Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur.
Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur. AFP

Mette Fredriksen, forsætisráðherra Danmerkur, er opin fyrir þeim möguleika að herða á eftirliti á landalandamærum Danmerkur og Svíþjóðar. Þetta kom fram á blaðamannafundi stjórnvalda vegna árásarinnar á skrifstofu danska skattsins í Kaupmannahöfn í síðustu viku. Sænskur karlmaður hefur verið handtekinn vegna málsins og annar Svíi er eftirlýstur.

 „Þetta má ekki verða daglegt brauð í Danmörku. Við megum ekki venjast þessu,“ sagði Frederiksen í samtali við danska ríkisútvarpið, DR. Nefndi hún sérstaklega fjölgun almennra öryggismyndavéla og sérstakra myndavéla sem greina skráningarnúmer bifreiða.

Frederiksen sagði einnig að herða mætti skilríkjaeftirlit á landamærunum, en sagði þó að það mætti ekki beinast að fólki sem flakkar daglega milli Malmö í Svíþjóð og Kaupmannahafnar vegna vinnu. Aðeins 40 kílómetrar eru milli borganna, beggja vegna Eyrarsunds og tekur lestarferð þar á milli 40 mínútur. „Markmiðið er að stöðva glæpamenn, og þeir ferðast ekki mikið með lestum,“ sagði Frederiksen.

Óreglulegt landamæraeftirlit hefur verið milli landamæra Svíþjóðar og Danmerkur frá árinu 2015. Eft­ir­litið er háð und­anþágu frá reglu­verki Schengen-sam­starfs­ins og aðeins end­ur­nýjað til sex mánaða í senn. Dan­ir hafa á síðustu árum, ásamt fleiri ríkj­um, nýtt sér und­anþág­una vegna meints flótta­manna­vanda, en hún er aðeins ætluð til brúks vegna tíma­bund­inn­ar ógn­ar og seg­ir í lög­um Evr­ópu­sam­band­ins að hana skuli aðeins nýta sem neyðarúr­ræði.

Hafa marg­ir velt fyr­ir sér hvort sú neyð sé enn til staðar í ljósi mik­ill­ar fækk­un­ar í komu flótta­fólks til álf­unn­ar á und­an­förn­um miss­er­um, frá því sem mest lét árið 2015.

Eyrarsundsbrúin tengir saman Danmörku og Svíþjóð.
Eyrarsundsbrúin tengir saman Danmörku og Svíþjóð. AFP
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert