Segðu Trump að halda sig fjarri

Götumynd frá Kulusuk á Grænlandi. Grænlendingar telja hugmynd Trump um …
Götumynd frá Kulusuk á Grænlandi. Grænlendingar telja hugmynd Trump um kaup á eyjunni brandara. AFP

Mette Frederik­sen, for­sæt­is­ráðherra Dan­merk­ur, kom í gær í sína fyrstu op­in­beru heim­sókn til Græn­lands, þar sem hún mun næstu daga funda með græn­lensk­um stjórn­mála­mönn­um, sam­tök­um og al­menn­um borg­ur­um um sam­skipti ríkj­anna.

Frétt­ir af áhuga Don­ald Trumps Banda­ríkja­for­seta á að kaupa Græn­land, sem for­set­inn staðfesti sjálf­ur um helg­ina, eru Græn­lend­ing­um sjálf­um þó of­ar­lega í huga. Þeir Græn­lend­ing­ar sem danska rík­is­út­varpið DR ræddi við í Nuuk virt­ust þó all­ir á einu máli um að ekki yrði af þeim kaup­um og að hug­mynd Trumps væri bara lé­leg­ur brand­ari.

Mette Frederiksen forsætisráðherra Danmerkur segist vilja ræða margt annað við …
Mette Frederik­sen for­sæt­is­ráðherra Dan­merk­ur seg­ist vilja ræða margt annað við Trump en Græn­lands­kaup. AFP

„Þetta er slæm hug­mynd,“ sagði Knud Peter Morten­sen. „Við erum hluti af kon­ungs­veld­inu. Við erum Dan­ir og heyr­um und­ir Dan­mörku þannig að maður á eig­in­lega ekki að geta látið sér detta í hug að maður geti keypt Græn­land. Þetta er einn stór brand­ari að mínu mati.“

Jakobine Kleist var með skila­boð til Frederik­sen. „Hún á að segja hon­um að halda sig fjarri Græn­landi. Hann er svo­lítið skrýt­inn,“ sagði hún. „Sam­band Græn­lands og Dan­merk­ur á áfram að vera óbreytt. Ef Trump bland­ar sér í málið þá fær­ist þetta allt yfir á eitt­hvað her­stöðvarstig. Það vil ég ekki. Ég við að Græn­land verði áfram eins og það er núna.“

Krist­ine Søren­sen sagðist því miður ekki geta tekið  Trump al­var­lega. „Ég tel þetta ein­fald­lega vera lé­leg­an brand­ara,“ sagði hún. „Græn­lend­ing­ar hafa það fínt eins og þetta er.“

For­sæt­is­ráðherr­ann nokkuð í sama streng og Græn­lend­ing­ar sjálf­ir. „Þetta er fá­rán­leg umræða,“ sagði Frederik­sen. „Kim Kiel­sen [leiðtogi græn­lensku land­stjórn­ar­inn­ar] hef­ur að sjálf­sögðu þegar gert það al­veg ljóst að Græn­land er ekki til sölu, þannig að nú hætt­ir þessi umræða. Það er hins veg­ar heilmargt annað sem við gjarn­an vilj­um ræða við Banda­ríkja­for­seta um,“ bætti hún við en von er á Trump í op­in­bera heim­sókn til Dan­merk­ur í byrj­un næsta mánaðar.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert