Námsmenn í Hong Kong boða verkfall

Leiðtogar stúdentahreyfinga í Hong Kong hvetja námsmenn til að sniðganga fyrirlestra fyrstu tvær vikurnar á önninni sem er í þann mund að hefjast til að taka þátt í friðsamlegum mótmælum og beita stjórnvöld þrýstingi.

Aðgerðasinnar í Hong Kong hafa gengið um götur sjálfsstjórnarhéraðsins og mótmælt reglulega síðan í júní. Námsmenn tilheyra stórum hluta mótmælenda. Tug­ir þúsunda aðgerðasinna í Hong Kong gengu um götur borgarinnar fyrr í vikunni í þeim til­gang­i að sýna stjórn­völd­um að mót­mæl­end­ur hafa enn gríðarleg­an stuðning al­menn­ings á bak við sig þrátt fyr­ir of­beldi í þeirra garð og hót­an­ir frá Kína.

Mót­mæl­in hóf­ust upp­runa­lega vegna um­deilds framsals­frum­varps sem rík­is­stjóri Hong Kong, Carrie Lam, hugðist leggja fram. Það hefði heim­ilað Hong Kong að fram­selja af­brota­menn til Kína. Íbúar Hong Kong töldu það vera skýrt merki um að Kína væri að auka völd sín yfir sjálf­stjórn­ar­héraðinu og mót­mæltu.

Aðgerðasinnar í Hong Kong hafa gengið um götur sjálfsstjórnarhéraðsins og …
Aðgerðasinnar í Hong Kong hafa gengið um götur sjálfsstjórnarhéraðsins og mótmælt reglulega síðan í júní. Námsmenn tilheyra stórum hluti mótmælenda. AFP

Gefa stjórnvöldum tvær vikur til að bregðast við

Leiðtogar stúdentahreyfinga í tveimur af stærstu háskólum borgarinnar hafa tilkynnt að námsmenn muni ekki sækja tíma í skólunum 2.-13. september, í upphafi nýrrar annar. Frekari aðgerða er heitið ef stjórnvöld bregðast ekki við. 

„Tveir vikur ættu að vera nægur tími fyrir stjórnvöld til að bregðast við,“ segir Davin Wong, formaður stúdentaráðs háskólans í Hong Kong. 

Mótmælin hafa að mestu leytið farið friðsamlega fram þó að kvartað hafi verið yfir óþarf­lega mik­illi hörku lög­reglu­manna í garð mót­mæl­enda. Síðustu vik­ur hef­ur hark­an auk­ist á báða bóga og mörg­um þykir nóg um.

Carrie Lam hefur kallað mót­mæl­end­ur óeirðaseggi. Nú er þess kraf­ist að aðgerðir lög­regl­unn­ar verði rann­sakaðar, hinum hand­teknu mót­mæl­end­um verði sleppt úr haldi lög­reglu, Carrie Lam biðjist af­sök­un­ar á orðum sín­um og segi af sér auk þess sem kraf­ist er þess að frum­varpið verði tekið al­farið af dag­skrá þings­ins en fram­lagn­ingu þess ekki ein­ung­is frestað.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert