Norskir miðlar greina frá samþykkt orkupakkans

Frá atkvæðagreiðslu um þriðja orkupakkann á Alþingi.
Frá atkvæðagreiðslu um þriðja orkupakkann á Alþingi. mbl.is/Árni Sæberg

Samþykkt þriðja orkupakkans á Alþingi í morgun rataði í norska miðla. Sá bæði norska ríkisútvarpið NRK og dagblaðið Verdens Gang ástæðu til að greina frá því að orkupakki Evrópusambandsins hefði hlotið samþykki á íslenska þinginu. 

Þriðji orkupakkinn var samþykkt­ur af mikl­um meiri­hluta þing­manna, með 46 at­kvæðum gegn 13. Atkvæðahlutfallið vakti þó ekki áhuga norsku miðlanna, heldur sú staðreynd að met hefði verið slegið í umræðunni um orkupakkann, sem alls var ræddur á þingi í 150 klukkustundir.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert