Trump rekur þjóðaröryggisráðgjafann

John Bolton, fyrrum þjóðaröryggisráðgjafi Donalds Trumps.
John Bolton, fyrrum þjóðaröryggisráðgjafi Donalds Trumps. AFP

Donald Trump bandaríkjaforseti hefur gert þjóðaröryggisráðgjafa sínum John Bolton að taka pokann sinn. „Ég tilkynnti John Bolton í gærkvöldi að Hvíta húsið þyrfti ekki frekar á þjónustu hans að halda,“ segir Trump í tísti. „Ég var harðlega ósammála mörgum af tillögum hans,“ bætti Trump við og sagði að nýr þjóðaröryggisráðgjafi yrði skipaður í næstu viku.

Sjálfur segir Bolton að hann hafi boðist til að segja upp störfum í gærkvöldi en svar Trumps hefði verið: „Tölum um það á morgun.“ 

Tímasetning uppsagnarinnar vekur athygli, sér í lagi vegna fregna af deilum innan ríkisstjórnar Trumps vegna ákvörðunar hans um að aflýsa friðarviðræðum við talíbana. 

Upplýsingafulltrúi Hvíta hússins, Stephanie Grisham, sagði við fjölmiðla þar vestra: „Forsetanum líkaði illa margar af stefnum [Boltons].“

Bolton var þriðji þjóðaröryggisráðgjafi Trumps. Hann tók við starfinu í mars en forverar hans eru H.R. McMaster sem gegndi starfinu í rúmt ár, og Michael Flynn, fyrsti þjóðaröryggisráðgjafi Trumps, en hann sagði af sér eftir að upp komst að hann hafði logið um samskipti sín við rússneskan sendiherra.  

Donald Trump, forseti Bandaríkjanna.
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna. AFP
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert