Donald Trump bandaríkjaforseti hefur gert þjóðaröryggisráðgjafa sínum John Bolton að taka pokann sinn. „Ég tilkynnti John Bolton í gærkvöldi að Hvíta húsið þyrfti ekki frekar á þjónustu hans að halda,“ segir Trump í tísti. „Ég var harðlega ósammála mörgum af tillögum hans,“ bætti Trump við og sagði að nýr þjóðaröryggisráðgjafi yrði skipaður í næstu viku.
I informed John Bolton last night that his services are no longer needed at the White House. I disagreed strongly with many of his suggestions, as did others in the Administration, and therefore....
— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) September 10, 2019
Sjálfur segir Bolton að hann hafi boðist til að segja upp störfum í gærkvöldi en svar Trumps hefði verið: „Tölum um það á morgun.“
I offered to resign last night and President Trump said, "Let's talk about it tomorrow."
— John Bolton (@AmbJohnBolton) September 10, 2019
Tímasetning uppsagnarinnar vekur athygli, sér í lagi vegna fregna af deilum innan ríkisstjórnar Trumps vegna ákvörðunar hans um að aflýsa friðarviðræðum við talíbana.
Upplýsingafulltrúi Hvíta hússins, Stephanie Grisham, sagði við fjölmiðla þar vestra: „Forsetanum líkaði illa margar af stefnum [Boltons].“
Bolton var þriðji þjóðaröryggisráðgjafi Trumps. Hann tók við starfinu í mars en forverar hans eru H.R. McMaster sem gegndi starfinu í rúmt ár, og Michael Flynn, fyrsti þjóðaröryggisráðgjafi Trumps, en hann sagði af sér eftir að upp komst að hann hafði logið um samskipti sín við rússneskan sendiherra.