„Valkvæð túlkun á orðum mínum“

Petteri Taalas, framkvæmdastjóri Alþjóðaveðurfræðistofnunarinnar (WMO).
Petteri Taalas, framkvæmdastjóri Alþjóðaveðurfræðistofnunarinnar (WMO). Ljósmynd/WMO

„Frétta­flutn­ing­ur sem bygg­ist á ný­legu viðtali við mig í Finn­landi hef­ur vakið at­hygli vegna þess að full­yrt er að ég hafi dregið í efa nauðsyn öfl­ugra alþjóðlegra aðgerða til að sporna við lofts­lags­breyt­ing­um. Þarna er á ferðinni val­kvæð túlk­un á orðum mín­um og skoðunum sem ég hef haft um langa hríð. Ég hef tekið þátt í starfi við að milda áhrif lofts­lags­breyt­inga frá því á ní­unda ára­tugn­um.“

Þetta kem­ur fram í yf­ir­lýs­ingu frá Petteri Taalas, fram­kvæmda­stjóra Alþjóðaveður­fræðistofn­un­ar­inn­ar (WMO). Viðtalið sem um ræðir birt­ist í finnska viðskipta­tíma­rit­inu Talou­selämä fyrr í þess­um mánuði og hafa ýms­ir aðrir fjöl­miðlar fjallað um efni þess. Sig­mund­ur Davíð Gunn­laugs­son vísaði til viðtals­ins í ræðu sinni á Alþingi í gær­kvöldi í umræðum um stefnuræðu Katrín­ar Jak­obs­dótt­ur for­sæt­is­ráðherra.

Sagði Sig­mund­ur Alþjóðaveður­fræðistofn­un­ina hafa ný­verið varað við of­stæki í lofts­lags­mál­um. Nátt­úru­vernd­ar­sam­tök Íslands gagn­rýndu Sig­mund fyr­ir um­mæl­in og sökuðu hann um að hafa vitnað í bresku sam­tök­in Global Warm­ing Policy For­um sem væru „þekkt­ir svindlar­ar“. Sig­mund­ur vísaði því á bug að hafa vísað í sam­tök­in sem hann hefði aldrei heyrt um. Hins veg­ar hefði hann vísað í Sam­einuðu þjóðirn­ar en Alþjóðaveður­fræðistofn­un­in er hluti af þeim.

Taalas seg­ir í yf­ir­lýs­ingu sinni að í viðtal­inu við finnska tíma­ritið segi hann með skýr­um hætti að loft­lagsaðgerðir byggðust á vís­inda­leg­um grunni og að sam­kvæmt bestu vís­inda­legu þekk­ingu væri lofts­lagið að breyt­ast að stór­um hluta af manna­völd­um. „Á hinn bóg­inn benti ég á að það græfi und­an vís­inda­legri nálg­un þegar staðreynd­ir væru tekn­ar úr sam­hengi til þess að rétt­læta öfga­full­ar ákv­arðanir í nafni lofts­lagsaðgerða.“

Taalas seg­ir að aðgerðir beri að ákveða á yf­ir­vegaðan hátt með hliðsjón af þeirri vís­inda­legu þekk­ingu sem fyr­ir hendi sé en ekki með hlut­dræg­um lestri á skýrsl­um lofts­lags­nefnd­ar Sam­einuðu þjóðanna. „Það er afar mik­il­vægt að við drög­um úr los­un gróður­húsaloft­teg­unda, sér­stak­lega úr orku­ver­um, iðnaði og sam­göng­um. Þetta er afar brýnt ef tak­ast á að milda lofts­lags­breyt­ing­ar og ná þeim tak­mörk­um sem ákveðin voru í Par­ís­ar­samn­ingn­um um lofts­lags­breyt­ing­ar.“

Til þess að hindra að hita­stig í heim­in­um auk­ist um minna en tvær gráður á Celsius miðað við fyr­ir iðnbylt­ingu seg­ir Taalas í yf­ir­lýs­ingu sinni að það þurfi að þre­falda aðgerðir og til að koma í veg fyr­ir hlýn­un um­fram 1,5 gráður fimm­falda þær. „Þetta eru tröllaukn­ar áskor­an­ir. En í viðtal­inu lagði ég áherslu á að við get­um ekki látið stjórn­ast af ang­ist, vegna þess að það liggja fyr­ir skyn­sam­leg­ar lausn­ir sem byggj­ast á alþjóðleg­um ein­hug á milli rík­is­stjórna og borg­ara­legs sam­fé­lags.“

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert
Loka