Ný stjórn tekur við völdum í Færeyjum

Frá Þórshöfn í Færeyjum.
Frá Þórshöfn í Færeyjum. mbl.is/Sigurður Bogi

Ný ríkisstjórn tók við völdum í Færeyjum í dag en hún er mynduð af Þjóðarflokknum, Miðflokknum og Sambandsflokknum undir forystu Bárðar á Steig Nielsen, formanns Sambandsflokksins.

Ráðherrar ríkisstjórnarinnar eru sjö, þrír frá Sambandsflokknum, þrír frá Þjóðarflokknum og einn frá Miðflokknum.

Aðrir í ríkisstjórninni eru Jørgen Niclasen (Þjóðarflokknum), varaforsætisráðherra og fjármálaráðherra, Kaj Leo Holm Johannesen (Sambandsflokknum) heilbrigðisráðherra, Jacob Vestergaard (Þjóðarflokknum) sjávarútvegsráðherra, Jenis av Rana (Miðflokknum), utanríkis- og menntamálaráðherra, Elsebeth Mercedis Gunnleygsdóttur (Þjóðarflokknum) félagsmálaráðherra og Helgi Abrahamsen (Sambandsflokknum), viðskipta- og umhverfisráðherra.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert